Bílasala aukist 9 mánuði í röð í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2014 10:37 Renault Clio. Renault gengur vel um þessar mundir. Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent
Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent