Fótbolti

Guðný Björk í hópnum gegn Dönum og Möltu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freyr er klár með hópinn.
Freyr er klár með hópinn. Vísir/Daníel
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti hópinn sem mætir Danmörku og Möltu í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM á blaðamannafundi í dag.

Guðný Björk Óðinsdóttir kemur á ný inn í landsliðið en hún sleit krossbönd á síðasta ári. Þá kemur Rakel Hönnudóttir einnig inn í hópinn.

Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool, getur ekki verið með vegna meiðsla sem er skarð fyrir skildi.

Ísland mætir Danmörku á sunnudaginn 15. júní ytra og svo Möltu á Laugardalsvellinum 19. júní.

Hópurinn:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, Rosengård

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Potsdam

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Varnarmenn:

Ólína G. Viðarsdóttir, Val

Sif Atladóttir, Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir, Torres

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Mist Edvardsdóttir, Val

Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Miðjumenn:

Dóra María Lárusdóttir, Val

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Sara Björk Gunnarsdóttir, Rosengård

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Dagný Brynjarsdóttir, Selfoss

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad

Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes

Framherjar:

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Elín Metta Jensen, Val




Fleiri fréttir

Sjá meira


×