Citroën flytur framleiðslu C3 frá Frakklandi til Slóvakíu Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 11:30 Ciotroën C3. Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent