Volkswagen íhugar fjöldaframleiðslu Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 10:00 Volksdwagen Golf R 400 á bílasýningunni í Peking, þar sem hann var fyrst sýndur. Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent