Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag 14. maí 2014 16:02 selfie af mér á uppáhaldsstað mínum í Hafnarfirði – Hellisgerði með fallegasta tré landsins á bak við mig - Ég er treehugger :) Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hef lengst af búið í Hafnarfirði. Ég ólst upp í Suðurbænum, gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Ég á ákaflega sterkar rætur í bænum, langamma og langafi fluttu til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og reistu sér hús á Hamrinum, þar sem afi og amma bjuggu líka og móðir mín var alin upp. Ég á góðar æskuminningar úr þessu gamla timburhúsi sem nú hefur verið endurnýjað og orðið sérlega fallegt. Mitt heimili er á Suðurgötunni og hef ég lífið við höfnina fyrir augunum dag hvern. Sambýlismaður minn er Einar Áskelsson gæða- og öryggisstjóri Fjármálaeftirlitsins. Saman eigum við fimm börn; Söru Dögg 26 ára, Rannveigu 21 árs, Elínu Ásu 13 ára, Hjört Elí 10 ára og Karitas Björgu 5 ára. Ég er líka svo heppin að vera orðin amma því elsta stelpan mín á dásemdar drenginn Kristján Óla sem er rúmlega eins árs. Ég er með BA-próf í bókmenntafræði, framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Ég starfaði um tíma við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, einnig var ég um árabil í starfi sem áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri á Teigi, áfengismeðferðardeild Landspítalans. Árið 2000 réðst ég til kennslu við Flensborgarskóla og tók þátt í að byggja upp upplýsinga- og fjölmiðladeild við skólann. Í Flensborgarskóla var ég einnig forvarnafulltrúi í allnokkur ár. Frá árinu 2012 hef ég sinnt bæjarmálunum í Hafnarfirði í fullu starfi. Fyrstu tvö árin sem formaður fræðslu- og bæjarráðs og formaður stjórnar Strætó bs og síðari tvö árni sem bæjarstjóri. Þetta hefur verið einstaklega lærdómsríkur, skemmtilegur og krefjandi tími. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hafnarfjörð þá er einn fallegasti staður á Íslandi að mínu mati Dritvík á Snæfellsnesi. Rómantískasti staður landsins og þar er einhver ólýsanlegur kraftur. Hundar eða kettir? Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, þeir eru sjálfstæðari og litríkari karakterar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðingar dætra minna þriggja. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fer eftir árstíðum. Kjötsúpa er best á köldum dögum, Skata er ómissandi hluti jóla og svo Sushi þess á milli ;) Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris 2008. Besta minningin? Fyrstu augnablikin í lífi dætra minna þriggja eru dýrmætustu og bestu minningar mínar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Ég hef einu sinni verið stoppuð af lögreglunni til að athuga hvort ég væri að fara að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var á bílastæðinu fyrir utan sveitaball í Úthlíð fyrir ca. 15 árum og ég var með mömmu og ömmu í bílnum :) Ég var afskaplega glöð – bað sérstaklega um að fá að blása, en löggunni fannst ég ekkert spennandi því ég var auðvitað alveg bláedrú og verið það í yfir 20 ár :) Hverju sérðu mest eftir? Ég sé ekki eftir neinu – ég er sú sem ég er vegna alls þess sem ég hef gengið í gegn um og upplifað. Draumaferðalagið? Lífið er draumaferðalagið mitt Hefur þú migið í saltan sjó? Já, auðvitað. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég hætti að nota á mér eyrun. Þá var ég sjö ára og bjó ásamt móður minni á heimavist Heyrnaleysingjaskólans. Ég var eina heyrandi barnið og þurfti því ekki mikið að nota á mér eyrun – samskiptin fóru jú aðallega fram með táknmáli en ekki tali. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Það er mannlegt að gera mistök en ég reyni að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur. Hverju ertu stoltastur af? Í starfi mínu sem bæjarstjóri er ég er stoltust af þeim árangri sem náðst hefur við að endurskipuleggja erlend lán Hafnarfjarðarbæjar. Til þess þurfti að ná að samræma kröfur og væntingar þýskrar ríkisskilanefndar, Seðlabanka Íslands vegna gjaldeyrishafta og ná þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins að sveitarfélagið gæti boðist viðunandi kjör á innlend lán hjá innlendum fjárfestum. Allt þetta náðist! Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hef lengst af búið í Hafnarfirði. Ég ólst upp í Suðurbænum, gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Ég á ákaflega sterkar rætur í bænum, langamma og langafi fluttu til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og reistu sér hús á Hamrinum, þar sem afi og amma bjuggu líka og móðir mín var alin upp. Ég á góðar æskuminningar úr þessu gamla timburhúsi sem nú hefur verið endurnýjað og orðið sérlega fallegt. Mitt heimili er á Suðurgötunni og hef ég lífið við höfnina fyrir augunum dag hvern. Sambýlismaður minn er Einar Áskelsson gæða- og öryggisstjóri Fjármálaeftirlitsins. Saman eigum við fimm börn; Söru Dögg 26 ára, Rannveigu 21 árs, Elínu Ásu 13 ára, Hjört Elí 10 ára og Karitas Björgu 5 ára. Ég er líka svo heppin að vera orðin amma því elsta stelpan mín á dásemdar drenginn Kristján Óla sem er rúmlega eins árs. Ég er með BA-próf í bókmenntafræði, framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Ég starfaði um tíma við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, einnig var ég um árabil í starfi sem áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri á Teigi, áfengismeðferðardeild Landspítalans. Árið 2000 réðst ég til kennslu við Flensborgarskóla og tók þátt í að byggja upp upplýsinga- og fjölmiðladeild við skólann. Í Flensborgarskóla var ég einnig forvarnafulltrúi í allnokkur ár. Frá árinu 2012 hef ég sinnt bæjarmálunum í Hafnarfirði í fullu starfi. Fyrstu tvö árin sem formaður fræðslu- og bæjarráðs og formaður stjórnar Strætó bs og síðari tvö árni sem bæjarstjóri. Þetta hefur verið einstaklega lærdómsríkur, skemmtilegur og krefjandi tími. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hafnarfjörð þá er einn fallegasti staður á Íslandi að mínu mati Dritvík á Snæfellsnesi. Rómantískasti staður landsins og þar er einhver ólýsanlegur kraftur. Hundar eða kettir? Mér finnst kettir skemmtilegri en hundar, þeir eru sjálfstæðari og litríkari karakterar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðingar dætra minna þriggja. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fer eftir árstíðum. Kjötsúpa er best á köldum dögum, Skata er ómissandi hluti jóla og svo Sushi þess á milli ;) Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris 2008. Besta minningin? Fyrstu augnablikin í lífi dætra minna þriggja eru dýrmætustu og bestu minningar mínar. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Ég hef einu sinni verið stoppuð af lögreglunni til að athuga hvort ég væri að fara að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var á bílastæðinu fyrir utan sveitaball í Úthlíð fyrir ca. 15 árum og ég var með mömmu og ömmu í bílnum :) Ég var afskaplega glöð – bað sérstaklega um að fá að blása, en löggunni fannst ég ekkert spennandi því ég var auðvitað alveg bláedrú og verið það í yfir 20 ár :) Hverju sérðu mest eftir? Ég sé ekki eftir neinu – ég er sú sem ég er vegna alls þess sem ég hef gengið í gegn um og upplifað. Draumaferðalagið? Lífið er draumaferðalagið mitt Hefur þú migið í saltan sjó? Já, auðvitað. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég hætti að nota á mér eyrun. Þá var ég sjö ára og bjó ásamt móður minni á heimavist Heyrnaleysingjaskólans. Ég var eina heyrandi barnið og þurfti því ekki mikið að nota á mér eyrun – samskiptin fóru jú aðallega fram með táknmáli en ekki tali. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Það er mannlegt að gera mistök en ég reyni að læra af reynslunni og gera ekki sömu mistökin aftur. Hverju ertu stoltastur af? Í starfi mínu sem bæjarstjóri er ég er stoltust af þeim árangri sem náðst hefur við að endurskipuleggja erlend lán Hafnarfjarðarbæjar. Til þess þurfti að ná að samræma kröfur og væntingar þýskrar ríkisskilanefndar, Seðlabanka Íslands vegna gjaldeyrishafta og ná þeim árangri í rekstri sveitarfélagsins að sveitarfélagið gæti boðist viðunandi kjör á innlend lán hjá innlendum fjárfestum. Allt þetta náðist! Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55