Oddvitaáskorunin - Réttlæti og jöfnuð í Norðurþingi Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2014 00:01 Óli Halldórsson oddviti V - lista Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Óli Halldórsson leiðir V - lista Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Óli er 39 ára og hefur búið og starfað á Húsavík undanfarin ár ásamt konu sinni Herdísi og fjórum börnum. Óli leiðir V-lista VG og óháðra í sveitarfélaginu Norðurþingi. Hann á ættir að rekja víða um norðausturhorn landsins, meðal annars til Húsavíkur, Laxárdals og Vopnafjarðar. Eftir stúdentspróf frá Framhaldsskólanum á Húsavík lauk hann prófum í heimspeki og umhverfisfræði frá HÍ og kennslufræði frá HA. Óli ver vinnudeginum í að stýra Þekkingarneti Þingeyinga og góðum hluta þess sem eftir er af deginum í að skipta um bleyjur, lesa Einar Áskel og skrúfa saman trampólín. Þegar færi gefst vill hann þó helst standa úti á Halldórsstaðaflóa í Laxá í Laxárdal með flugustöngina eða ganga til rjúpna á þingeyskum heiðum. Nú eða þvælast innan eða utan lands með fjölskyldunni. Eitt af höfuðmarkmiðum framboðsins er að koma á félagslegu réttlæti og jöfnuði í sveitarfélaginu. V-listinn leggur áherslu á félagslegt og náttúrulegt umhverfi þar sem skynsamleg nýting og skilvirkni er höfð að leiðarljósi. Grundvöllur allrar uppbyggingar samfélagsins á að vera sjálfbær þróun í hagrænu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Lykilatriði í slíkri þróun er þátttaka almennings og því viljum við virkja kraft íbúanna til að vinna að þessu marki með okkur. Þess vegna ætlum við að koma á opinni stjórnsýslu og stofna hverfisráð, með skýrt hlutverk og raunveruleg áhrif í öllum byggðum sveitarfélagsins. Stjórnmálin eru öðru fremur fólkið sem tekur þátt í þeim og stjórnmálin í Norðurþingi eru ekkert án fólksins sem þar býr. VIÐ VILJUM -Að öll börn fái inni í leikskóla við eins árs aldur og að dagvistun verði í boði frá 9 mánaða aldri -Koma á öflugri flokkun og endurnýtingu sorps í eins miklum mæli og mögulegt er í stað þess að velta vandamálinu yfir á komandi kynslóðir -Stofna „hverfis“ráð í Reykjahverfi, á Raufarhöfn, í Öxarfirði og Kelduhverfi til að byggja upp vettvang fyrir íbúana til að ræða sín mál og marka stefnu um betri byggð í sínu nærumhverfi -Að á næstu árum verði velferð fólks í Norðurþingi forgangsmál hjá sveitarstjórn þar sem sérstaklega verði hugað að stöðu ungmenna og eldra fólks í samfélaginu -Efla samvinnu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til að standa vörð um sameiginlega hagsmuni og halda uppi góðri, opinberri þjónustu við íbúana á öllum sviðum. Óli fór með bróður sínum í helgarferð til Kína. Hér eru þeir á Kínamúrnum. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Nú ætti ég sjálfsagt að nefna einhvern stað í Norðurþingi. En svarið er samt Laxárdalur í Þingeyjarsýslu. Sorrý. Hundar eða kettir? Kettir, ekki spurning. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar börnin mín fæddust, hvert af öðru. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Rjúpur með gamla laginu. Hvernig bíl ekur þú? Peugeot 7 manna diesel. Besta minningin? Á sem betur fer mikið af góðum minningum. Uppúr þeim stendur alltaf helst það sem ég hef verið að gera skemmtilegt með konu minni og börnum við hinar ýmsu aðstæður. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei. Var hins vegar sumarlögga með námi og stundum hinu megin við borðið. Hverju sérðu mest eftir? Ekki mörgu. Og engu einu sérstöku. Draumaferðalagið? Í augnablikinu langar mig helst í langt ferðalag á bílaleigubíl um Ítalíu og sunnanverða Evrópu með fjölskylduna Hefur þú migið í saltan sjó? Já Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að skreppa í stutta helgarferð til Peking með bróður mínum síðastliðinn desember er með því skrítnara alla vega. Hefur þú viðurkennt mistök? Já Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni. Líka vinnunni minni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Óli Halldórsson leiðir V - lista Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Óli er 39 ára og hefur búið og starfað á Húsavík undanfarin ár ásamt konu sinni Herdísi og fjórum börnum. Óli leiðir V-lista VG og óháðra í sveitarfélaginu Norðurþingi. Hann á ættir að rekja víða um norðausturhorn landsins, meðal annars til Húsavíkur, Laxárdals og Vopnafjarðar. Eftir stúdentspróf frá Framhaldsskólanum á Húsavík lauk hann prófum í heimspeki og umhverfisfræði frá HÍ og kennslufræði frá HA. Óli ver vinnudeginum í að stýra Þekkingarneti Þingeyinga og góðum hluta þess sem eftir er af deginum í að skipta um bleyjur, lesa Einar Áskel og skrúfa saman trampólín. Þegar færi gefst vill hann þó helst standa úti á Halldórsstaðaflóa í Laxá í Laxárdal með flugustöngina eða ganga til rjúpna á þingeyskum heiðum. Nú eða þvælast innan eða utan lands með fjölskyldunni. Eitt af höfuðmarkmiðum framboðsins er að koma á félagslegu réttlæti og jöfnuði í sveitarfélaginu. V-listinn leggur áherslu á félagslegt og náttúrulegt umhverfi þar sem skynsamleg nýting og skilvirkni er höfð að leiðarljósi. Grundvöllur allrar uppbyggingar samfélagsins á að vera sjálfbær þróun í hagrænu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Lykilatriði í slíkri þróun er þátttaka almennings og því viljum við virkja kraft íbúanna til að vinna að þessu marki með okkur. Þess vegna ætlum við að koma á opinni stjórnsýslu og stofna hverfisráð, með skýrt hlutverk og raunveruleg áhrif í öllum byggðum sveitarfélagsins. Stjórnmálin eru öðru fremur fólkið sem tekur þátt í þeim og stjórnmálin í Norðurþingi eru ekkert án fólksins sem þar býr. VIÐ VILJUM -Að öll börn fái inni í leikskóla við eins árs aldur og að dagvistun verði í boði frá 9 mánaða aldri -Koma á öflugri flokkun og endurnýtingu sorps í eins miklum mæli og mögulegt er í stað þess að velta vandamálinu yfir á komandi kynslóðir -Stofna „hverfis“ráð í Reykjahverfi, á Raufarhöfn, í Öxarfirði og Kelduhverfi til að byggja upp vettvang fyrir íbúana til að ræða sín mál og marka stefnu um betri byggð í sínu nærumhverfi -Að á næstu árum verði velferð fólks í Norðurþingi forgangsmál hjá sveitarstjórn þar sem sérstaklega verði hugað að stöðu ungmenna og eldra fólks í samfélaginu -Efla samvinnu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til að standa vörð um sameiginlega hagsmuni og halda uppi góðri, opinberri þjónustu við íbúana á öllum sviðum. Óli fór með bróður sínum í helgarferð til Kína. Hér eru þeir á Kínamúrnum. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Nú ætti ég sjálfsagt að nefna einhvern stað í Norðurþingi. En svarið er samt Laxárdalur í Þingeyjarsýslu. Sorrý. Hundar eða kettir? Kettir, ekki spurning. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar börnin mín fæddust, hvert af öðru. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Rjúpur með gamla laginu. Hvernig bíl ekur þú? Peugeot 7 manna diesel. Besta minningin? Á sem betur fer mikið af góðum minningum. Uppúr þeim stendur alltaf helst það sem ég hef verið að gera skemmtilegt með konu minni og börnum við hinar ýmsu aðstæður. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei. Var hins vegar sumarlögga með námi og stundum hinu megin við borðið. Hverju sérðu mest eftir? Ekki mörgu. Og engu einu sérstöku. Draumaferðalagið? Í augnablikinu langar mig helst í langt ferðalag á bílaleigubíl um Ítalíu og sunnanverða Evrópu með fjölskylduna Hefur þú migið í saltan sjó? Já Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að skreppa í stutta helgarferð til Peking með bróður mínum síðastliðinn desember er með því skrítnara alla vega. Hefur þú viðurkennt mistök? Já Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni minni. Líka vinnunni minni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira