Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari Henry Birgir Gunnarsson í DB Shenker-höllinni skrifar 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarin í baksýn. vísir/Stefán ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. Stemningin að Ásvöllum í kvöld var lyginni líkust. Pakkað eins og í síldartunnu og áhorfendur Eyjamanna voru byrjaðir að kyrja klukkutíma fyrir leik. Algjörlega stórkostlegt. Það voru afar góð tíðindi fyrir Hauka að Sigurbergur Sveinsson gat byrjað leikinn en hann meiddist í síðasta leik liðanna á þriðjudag. Hann átti líka eftir að reynast liðinu drjúgur. Í síðasta leik liðanna einkenndi mikið stress sóknarleik liðanna en spennustigið var vel stillt hjá liðunum í kvöld. Þau hreinlega röðuðu inn mörkunum og var lítið um varnir. Gestirnir náðu þó fljótlega frumkvæðinu og ekki síst fyrir tilstilli Agnars Smára Jónssonar sem fór gjörsamlega hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk. Hann skoraði úr fyrstu átta skotum sínum. Þvílík sýning. ÍBV náði mest fjögurra marka forskoti í hálfleiknum, 7-11, en þá hrökk Giedrus Morkunas í gang í marki Haukanna sem í kjölfarið fóru að vinna upp forskot gestanna. Þegar blásið var til leikhlés var staðan jöfn, 15-15, og allt á suðupunkti í húsinu. Einar Pétur, Sigurbergur og Adam seigir í liði Haukanna. Árni Steinn var enn andlega fjarverandi og munar um minna. Hjá ÍBV munaði mikið um að markverðir liðsins vörðu aðeins tvö skot í hálfleiknum en varnarleikurinn bjargaði miklu. Haukarnir komu geysilega vel stemmdir til síðari hálfleiksins og þá sérstaklega Sigurbergur Sveinsson. Hann tók yfir leikinn og kom Haukum strax yfir. Í fyrsta skipti síðan í stöðunni 3-2. Sigurbergur skoraði, átti línusendingar og opnaði hornin. Eyjamenn réðu ekkert við hann og munurinn þrjú mörk þegar 20 mínútur voru eftir, 21-18. Það skemmdi heldur ekki fyrir að Morkunas byrjaði hálfleikinn í banastuði og varði gjörsamlega allt sem á markið kom. Skipti engu hversu gott færið var - hann varði. Þegar munurinn var orðinn fjögur mörk, 22-18, þá var þjálfurum Eyjaliðsins nóg boðið og tóku leikhlé. Þeir voru að missa leikinn frá sér. Leikhléið hafði heldur betur góð áhrif á Eyjamenn sem klóruðu sig aftur inn í leikinn. Lygilegt sjálfstraust í liðinu sem skoraði sirkusmark með allt undir. Þegar sextán mínútur lifðu leiks var munurinn aðeins eitt mark, 22-21, og fólk gjörsamlega að tapa sér á pöllunum. Ekki töpuðu Eyjamenn síðan gleðinni er þeirra menn jöfnuðu leikinn, 23-23, þegar þrettán mínútur voru eftir. Endurkoman var síðan fullkomnuð er Theodór skoraði úr vítakasti og kom ÍBV yfir, 23-24. Þvílíkur karakter í þessu liði. Eftir þetta héldust liðin í hendur og æsilegur lokakafli fór í gang. Agnar Smári kórónaði stórkostlegan leik sinn er hann kom ÍBV yfir, 28-29, þegar 20 sekúndur voru eftir. Átti skot sem var varið en náði frákastinu og skoraði. Haukar náðu ekki að skora á þeim sekúndum sem voru eftir Eyjamenn gjörsamlega trylltust af fögnuði og öryggisvörðum gekk ekkert að halda aftur af stuðningsmönnum þeirra sem ruddust inn á völlinn. Þvílík gleði og þvílíkur leikur.Agnar skorar eitt af 13 mörkum sínum í kvöld.Vísir/StefánAgnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi "Þessi leikur toppar allt sem ég hef gert. Ertu að grínast í mér. Þetta er besta tilfinning í heimi," sagði hetja ÍBV í kvöld, Agnar Smári Jónsson, en hann fór algjörlega hamförum. Hann skoraði úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Endaði með þrettán mörk í heildina og þar af skoraði hann markið sem skildi liðin að í lokin. Þvílík frammistaða. "Það voru ekki bara einhverjir fjórtán leikmenn að vinna þennan titil heldur öll eyjan. Vestmannaeyjar unnu þennan titil. Horfðu bara á þetta fólk. Þetta fólk á endalaust hrós skilið. Það mætti halda að það væri styttra frá Eyjum til Ásvalla en frá Hafnarfirði til Ásvalla." Agnar Smári kom til Eyja að láni frá Valsmönnum sem höfðu ekki not fyrir hann. Þeir höfðu ekki not fyrir manninn sem kláraði Íslandsmótið í oddaleik. "Ég er auðvitað Valsari innst inni en ég er orðinn mesti Eyjamaður í heimi núna. Þetta eru bestu skipti í heimi. Ég er að bresta í grát hérna. Þetta er magnað."Haukarnir svekktir eftir tapið.Vísir/StefánPatrekur: Stoltur af strákunum mínum "Svona er þetta búið að vera. Auðvitað er rosalega svekkjandi að tapa í oddaleik en menn verða líka að kunna að tapa," sagði niðurlútur þjálfari Hauka, Patrekur Jóhannesson, en hann reyndi þó að bera höfuðið hátt. "Ég er mjög stoltur af strákunum mínum. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera. Á endanum eru það smáatriði sem skilja á milli. Það verður gaman að skoða þetta lokamark aftur. Hvort Agnar Smári var kominn inn í teig en svona er þetta. "Ég vil þakka ÍBV fyrir frábæra rimmu og óska þeim innilega til hamingju með titilinn. Ég óska líka mínum strákum til hamingju með frábært tímabil." Patrekur má líka vera stoltur af sínu liði. Það er deildarmeistari, bikarmeistari og deildarbikarmeistari. Það tapar svo Íslandsmeistaratitlinum á einu marki í oddaleik. "Ég tók við liði sem varð fyrir miklum breytingum. Sjö leikmenn fóru frá liðinu og einn sem kom. Við löbbum beinir út úr þessu þó svo auðvitað sé þetta hrikalega svekkjandi."Gunnar með Íslandsbikarinn.Vísir/stefánGunnar: Eyjamenn vita ekki hvað það er að gefast upp Gunnar Magnússon var nánast í losti eftir leikinn enda orðinn Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári sem þjálfari ÍBV en hann stýrir liðinu með Arnari Péturssyni. "ÍBV er nú búið að vinna tvö ár í röð. 1. deildina í fyrra og núna Íslandsmeistaratitilinn. Ég er orðlaus enda er þetta algjörlega ótrúlegt," sagði Gunnar og horfði á áhorfendur Eyjamanna sem voru hreint ótrúlegir. ÍBV lenti í erfiðri stöðu í síðari hálfleik er það var komið fjórum mörkum undir. Eins og svo oft áður neitaði liðið að gefast upp og kom til baka með stæl. "Það var alls ekki góð staða þegar það var korter eftir. Þá tókum við leikhlé og sögðum við strákana að þetta væri ekki búið. Við fengum aukakraft úr stúkunni og fórum aftur í gang. Fólk verður eiginlega að búa í Eyjum til þess að skilja þennan karakter. Þetta fólk gefst ekki upp. Það er búið að lenda í hamförum og veit bara ekki hvað það er að gefast upp. Þetta fólk kemur alltaf til baka." Gunnari skorti nánast orð til þess að lýsa hrifningu sinni á strákunum og öllu þessu fólki sem stendur á bak við liðið. "Ég sagði við drengina fyrir leik að við værum ekki bara hérna nokkrir að sækja bikarinn. Það væru yfir þúsund manns með okkur. Við værum öll ein liðsheild og værum að sækja bikarinn saman."Stuðningsmenn ÍBV voru magnaðir.Vísir/StefánArnar: Fer bara að gráta Arnar Pétursson getur nú gengið stoltur frá borði sem annar þjálfara ÍBV eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. „Ég á ekki til orð til að lýsa þessum strákum. Við höfum margir hverjir gengið í gegnum alls konar rugl og vitleysu. Nú erum við að uppskera og ég er alveg orðlaus,“ sagði Arnar. ÍBV er nýliði í deildinni og fáir áttu von á því að Eyjamenn myndu fara alla leið. „Ég er ekki búinn að bíða eftir þessum titli - kannski bara 2-3 vikur,“ sagði Arnar og brosti. „Við höfum verið að byggja þetta upp hægt og rólega og við erum líklega ári eða tveimur á undan áætlun,“ bætti hann við. ÍBV er að mestu byggt upp á Eyjamönnum en fyrir tímabilið fékk liðið þá Róbert Aron Hostert frá Fram og Agnar Smára Jónsson frá Val. Báðir voru afar drjúgir í kvöld. „Þetta er fullkomin blanda í hópnum. Robbi og Aggi komu inn en allir aðrir eru Eyjamenn. Það er bara yndislegt,“ sagði Arnar. Hann varð svo klökkur þegar talið barst að stuðningsmönnunum. „Sérðu þetta? Ég fer bara að gráta þegar ég horfi á þennan hóp,“ sagði Arnar og leit upp til Eyjamannanna í stúkunni. Þeir stóðu allan leikinn og hættu aldrei að styðja sína menn. „Það er ótrúleg vinna að baki og þetta fólk á þetta svo innilega skilið. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning.“Eyjamenn standa vörnina í kvöld.Vísir/stefánRóbert: Átti að vera skandall hjá mér að fara í ÍBV Róbert Aron Hostert var að verða Íslandsmeistari annað árið í röð en hann var í liði Fram sem varð Íslandsmeistari í fyrra. "Það var greinilega hárrétt ákvörðun að fara til Eyja. Það átti að vera einhver skandall að ég hefði ákveðið að koma hingað. Það er gríðarlega gott að taka titil tvö ár í röð. Þetta venst," sagði Róbert og brosti allan hringinn. "Það er einstök baráttugleði og geðveiki í þessu liði. Gleðin í þessu liði og baráttuandi er engu lagi líkt. Fólk sá það enn eina ferðina hér í dag að við gefumst aldrei upp. Lendum fjórum mörkum undir í síðari hálfleik en það var ekki vottur af uppgjöf í nokkrum manni. "Eyjamenn eru þekktir fyrir það að gefast aldrei upp og fólk sá það enn á ný í dag. Við fórum að leika okkur og njóta augnabliksins. Það var allt geggjað við þetta og maður er búinn á því." Róbert var að kveðja ÍBV í kvöld en hann mun leika í Danmörku næsta vetur. Hann hefur tekið miklum framförum í vetur. "Það er algjörlega geðveikt að spila fyrir þetta fólk og svona finnst hvergi. Þetta er bara fáranlegt. Fólkið í stúkunni á helling í þessum bikar og ég kem örugglega aftur síðar enda svo gaman að spila hérna." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. Stemningin að Ásvöllum í kvöld var lyginni líkust. Pakkað eins og í síldartunnu og áhorfendur Eyjamanna voru byrjaðir að kyrja klukkutíma fyrir leik. Algjörlega stórkostlegt. Það voru afar góð tíðindi fyrir Hauka að Sigurbergur Sveinsson gat byrjað leikinn en hann meiddist í síðasta leik liðanna á þriðjudag. Hann átti líka eftir að reynast liðinu drjúgur. Í síðasta leik liðanna einkenndi mikið stress sóknarleik liðanna en spennustigið var vel stillt hjá liðunum í kvöld. Þau hreinlega röðuðu inn mörkunum og var lítið um varnir. Gestirnir náðu þó fljótlega frumkvæðinu og ekki síst fyrir tilstilli Agnars Smára Jónssonar sem fór gjörsamlega hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk. Hann skoraði úr fyrstu átta skotum sínum. Þvílík sýning. ÍBV náði mest fjögurra marka forskoti í hálfleiknum, 7-11, en þá hrökk Giedrus Morkunas í gang í marki Haukanna sem í kjölfarið fóru að vinna upp forskot gestanna. Þegar blásið var til leikhlés var staðan jöfn, 15-15, og allt á suðupunkti í húsinu. Einar Pétur, Sigurbergur og Adam seigir í liði Haukanna. Árni Steinn var enn andlega fjarverandi og munar um minna. Hjá ÍBV munaði mikið um að markverðir liðsins vörðu aðeins tvö skot í hálfleiknum en varnarleikurinn bjargaði miklu. Haukarnir komu geysilega vel stemmdir til síðari hálfleiksins og þá sérstaklega Sigurbergur Sveinsson. Hann tók yfir leikinn og kom Haukum strax yfir. Í fyrsta skipti síðan í stöðunni 3-2. Sigurbergur skoraði, átti línusendingar og opnaði hornin. Eyjamenn réðu ekkert við hann og munurinn þrjú mörk þegar 20 mínútur voru eftir, 21-18. Það skemmdi heldur ekki fyrir að Morkunas byrjaði hálfleikinn í banastuði og varði gjörsamlega allt sem á markið kom. Skipti engu hversu gott færið var - hann varði. Þegar munurinn var orðinn fjögur mörk, 22-18, þá var þjálfurum Eyjaliðsins nóg boðið og tóku leikhlé. Þeir voru að missa leikinn frá sér. Leikhléið hafði heldur betur góð áhrif á Eyjamenn sem klóruðu sig aftur inn í leikinn. Lygilegt sjálfstraust í liðinu sem skoraði sirkusmark með allt undir. Þegar sextán mínútur lifðu leiks var munurinn aðeins eitt mark, 22-21, og fólk gjörsamlega að tapa sér á pöllunum. Ekki töpuðu Eyjamenn síðan gleðinni er þeirra menn jöfnuðu leikinn, 23-23, þegar þrettán mínútur voru eftir. Endurkoman var síðan fullkomnuð er Theodór skoraði úr vítakasti og kom ÍBV yfir, 23-24. Þvílíkur karakter í þessu liði. Eftir þetta héldust liðin í hendur og æsilegur lokakafli fór í gang. Agnar Smári kórónaði stórkostlegan leik sinn er hann kom ÍBV yfir, 28-29, þegar 20 sekúndur voru eftir. Átti skot sem var varið en náði frákastinu og skoraði. Haukar náðu ekki að skora á þeim sekúndum sem voru eftir Eyjamenn gjörsamlega trylltust af fögnuði og öryggisvörðum gekk ekkert að halda aftur af stuðningsmönnum þeirra sem ruddust inn á völlinn. Þvílík gleði og þvílíkur leikur.Agnar skorar eitt af 13 mörkum sínum í kvöld.Vísir/StefánAgnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi "Þessi leikur toppar allt sem ég hef gert. Ertu að grínast í mér. Þetta er besta tilfinning í heimi," sagði hetja ÍBV í kvöld, Agnar Smári Jónsson, en hann fór algjörlega hamförum. Hann skoraði úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Endaði með þrettán mörk í heildina og þar af skoraði hann markið sem skildi liðin að í lokin. Þvílík frammistaða. "Það voru ekki bara einhverjir fjórtán leikmenn að vinna þennan titil heldur öll eyjan. Vestmannaeyjar unnu þennan titil. Horfðu bara á þetta fólk. Þetta fólk á endalaust hrós skilið. Það mætti halda að það væri styttra frá Eyjum til Ásvalla en frá Hafnarfirði til Ásvalla." Agnar Smári kom til Eyja að láni frá Valsmönnum sem höfðu ekki not fyrir hann. Þeir höfðu ekki not fyrir manninn sem kláraði Íslandsmótið í oddaleik. "Ég er auðvitað Valsari innst inni en ég er orðinn mesti Eyjamaður í heimi núna. Þetta eru bestu skipti í heimi. Ég er að bresta í grát hérna. Þetta er magnað."Haukarnir svekktir eftir tapið.Vísir/StefánPatrekur: Stoltur af strákunum mínum "Svona er þetta búið að vera. Auðvitað er rosalega svekkjandi að tapa í oddaleik en menn verða líka að kunna að tapa," sagði niðurlútur þjálfari Hauka, Patrekur Jóhannesson, en hann reyndi þó að bera höfuðið hátt. "Ég er mjög stoltur af strákunum mínum. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera. Á endanum eru það smáatriði sem skilja á milli. Það verður gaman að skoða þetta lokamark aftur. Hvort Agnar Smári var kominn inn í teig en svona er þetta. "Ég vil þakka ÍBV fyrir frábæra rimmu og óska þeim innilega til hamingju með titilinn. Ég óska líka mínum strákum til hamingju með frábært tímabil." Patrekur má líka vera stoltur af sínu liði. Það er deildarmeistari, bikarmeistari og deildarbikarmeistari. Það tapar svo Íslandsmeistaratitlinum á einu marki í oddaleik. "Ég tók við liði sem varð fyrir miklum breytingum. Sjö leikmenn fóru frá liðinu og einn sem kom. Við löbbum beinir út úr þessu þó svo auðvitað sé þetta hrikalega svekkjandi."Gunnar með Íslandsbikarinn.Vísir/stefánGunnar: Eyjamenn vita ekki hvað það er að gefast upp Gunnar Magnússon var nánast í losti eftir leikinn enda orðinn Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári sem þjálfari ÍBV en hann stýrir liðinu með Arnari Péturssyni. "ÍBV er nú búið að vinna tvö ár í röð. 1. deildina í fyrra og núna Íslandsmeistaratitilinn. Ég er orðlaus enda er þetta algjörlega ótrúlegt," sagði Gunnar og horfði á áhorfendur Eyjamanna sem voru hreint ótrúlegir. ÍBV lenti í erfiðri stöðu í síðari hálfleik er það var komið fjórum mörkum undir. Eins og svo oft áður neitaði liðið að gefast upp og kom til baka með stæl. "Það var alls ekki góð staða þegar það var korter eftir. Þá tókum við leikhlé og sögðum við strákana að þetta væri ekki búið. Við fengum aukakraft úr stúkunni og fórum aftur í gang. Fólk verður eiginlega að búa í Eyjum til þess að skilja þennan karakter. Þetta fólk gefst ekki upp. Það er búið að lenda í hamförum og veit bara ekki hvað það er að gefast upp. Þetta fólk kemur alltaf til baka." Gunnari skorti nánast orð til þess að lýsa hrifningu sinni á strákunum og öllu þessu fólki sem stendur á bak við liðið. "Ég sagði við drengina fyrir leik að við værum ekki bara hérna nokkrir að sækja bikarinn. Það væru yfir þúsund manns með okkur. Við værum öll ein liðsheild og værum að sækja bikarinn saman."Stuðningsmenn ÍBV voru magnaðir.Vísir/StefánArnar: Fer bara að gráta Arnar Pétursson getur nú gengið stoltur frá borði sem annar þjálfara ÍBV eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. „Ég á ekki til orð til að lýsa þessum strákum. Við höfum margir hverjir gengið í gegnum alls konar rugl og vitleysu. Nú erum við að uppskera og ég er alveg orðlaus,“ sagði Arnar. ÍBV er nýliði í deildinni og fáir áttu von á því að Eyjamenn myndu fara alla leið. „Ég er ekki búinn að bíða eftir þessum titli - kannski bara 2-3 vikur,“ sagði Arnar og brosti. „Við höfum verið að byggja þetta upp hægt og rólega og við erum líklega ári eða tveimur á undan áætlun,“ bætti hann við. ÍBV er að mestu byggt upp á Eyjamönnum en fyrir tímabilið fékk liðið þá Róbert Aron Hostert frá Fram og Agnar Smára Jónsson frá Val. Báðir voru afar drjúgir í kvöld. „Þetta er fullkomin blanda í hópnum. Robbi og Aggi komu inn en allir aðrir eru Eyjamenn. Það er bara yndislegt,“ sagði Arnar. Hann varð svo klökkur þegar talið barst að stuðningsmönnunum. „Sérðu þetta? Ég fer bara að gráta þegar ég horfi á þennan hóp,“ sagði Arnar og leit upp til Eyjamannanna í stúkunni. Þeir stóðu allan leikinn og hættu aldrei að styðja sína menn. „Það er ótrúleg vinna að baki og þetta fólk á þetta svo innilega skilið. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning.“Eyjamenn standa vörnina í kvöld.Vísir/stefánRóbert: Átti að vera skandall hjá mér að fara í ÍBV Róbert Aron Hostert var að verða Íslandsmeistari annað árið í röð en hann var í liði Fram sem varð Íslandsmeistari í fyrra. "Það var greinilega hárrétt ákvörðun að fara til Eyja. Það átti að vera einhver skandall að ég hefði ákveðið að koma hingað. Það er gríðarlega gott að taka titil tvö ár í röð. Þetta venst," sagði Róbert og brosti allan hringinn. "Það er einstök baráttugleði og geðveiki í þessu liði. Gleðin í þessu liði og baráttuandi er engu lagi líkt. Fólk sá það enn eina ferðina hér í dag að við gefumst aldrei upp. Lendum fjórum mörkum undir í síðari hálfleik en það var ekki vottur af uppgjöf í nokkrum manni. "Eyjamenn eru þekktir fyrir það að gefast aldrei upp og fólk sá það enn á ný í dag. Við fórum að leika okkur og njóta augnabliksins. Það var allt geggjað við þetta og maður er búinn á því." Róbert var að kveðja ÍBV í kvöld en hann mun leika í Danmörku næsta vetur. Hann hefur tekið miklum framförum í vetur. "Það er algjörlega geðveikt að spila fyrir þetta fólk og svona finnst hvergi. Þetta er bara fáranlegt. Fólkið í stúkunni á helling í þessum bikar og ég kem örugglega aftur síðar enda svo gaman að spila hérna."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti