Oddvitaáskorunin - Stuðla að betra samfélagi Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2014 15:54 Selfí af okkur frambjóðendum - hugsjónafólkinu sem ætlar að gera góða borg betri. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sóley er hugsjónakona með ríka réttlætiskennd. Undanfarin 8 ár hefur hún starfað sem borgarfulltrúi, en tekið virkan þátt í ýmiskonar grasrótarstarfi á sama tíma. Sóley er gift Aart Schalk og á börnin Önnu sem er 14 ára og Tómas sem er 11 ára. Sóley er mikil prjónakona og á það til að hanna peysur á vini og vandamenn. Hún er ástríðukokkur sem stundar heimaræktun af miklum móð. Sóley æfði skíði á yngri árum og spilaði á básúnu í Skólahljómsveit Kópavogs. Nú þegar hún er orðin fertug fer hún enn á skíði, en lætur sér nægja að spila á þverflautu fyrir sjálfa sig og fjölskylduna. Fyrir utan hefðbundin stefnumál Vinstri grænna hefur Sóley lagt ríka áherslu á sanngjarnari stjórnmál og betra starfsumhverfi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún hefur tekið málefnalega afstöðu, byggða á stefnu Vinstri grænna í öllum málum, tekið virkan þátt í stefnumörkun og ákvarðanatöku meirihlutans þar sem leiðir hafa legið saman hugmyndafræðilega, en staðið fast gegn þeim málum sem farið hafa gegn stefnu eða hugmyndafræði Vinstri grænna. Sóley leiðir lista Vinstri grænna, hóp hugsjónafólks sem býður sig fram til að gera góða borg betri. Saman ætla þau að stuðla að jafnari tækifærum fólks, ábyrgari og vistvænni lifnaðarháttum og betra samfélagi fyrir okkur öll. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég hef svo oft fundið fallegasta stað á Íslandi – er alltaf að finna nýjan og nýjan og nokkuð víst að ég á enn eftir að finna fleiri. Útsýnið af toppi Kóngsgilsins í Bláfjöllum hefur glatt mig endalaust í vetur. Hundar eða kettir? Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núna. Það eru forréttindi að fá að vera til og lífið er yfir höfuð gott og merkilegt. Ég reyni að muna að vera þakklát fyrir hvern dag og hverja mínútu. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hann er heimagerður úr fersku hráefni og hefur helst krafist mikillar vinnu. Enn betra ef margir hafa komið að matargerðinni. Hvernig bíl ekur þú? Metanbíl sem heitir VW Passat Besta minningin? Ég er svo heppin að eiga margar góðar minningar. Sætir pólitískir sigrar lifa lengi í minninu, hlátursköst með vinkonum mínum, fæðingar barnanna minna, matarboð með stórfjölskyldunni og allskonar skemmtilegt með manninum mínum. Dýrmætastar eru þó minningar um gæðastundir með ömmu minni heitinni sem var sennilega skemmtilegasta og klárasta kona sem ég hef kynnst. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Var einu sinni stoppuð í akstri og beðin um að sýna þeim ökuskírteinið mitt. Gerði það og allir voru sáttir. Hverju sérðu mest eftir? Þeim skiptum sem ég hef ekki staðið með sjálfri mér og varist ósanngjörnum árásum pólitískra andstæðinga á persónu mína. Draumaferðalagið? Mig hefur alltaf langað að fara til Hawaii og komast í návígi við spúandi eldfjöllin þar. Annars finnst mér yfirleitt öll ferðalög spennandi, allt frá gönguferðum í nágrenni Reykjavíkur til ævintýraferða um fjarlæg og framandi lönd. Hefur þú migið í saltan sjó? Jább. Oft. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, það er nú saga að segja frá því. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, ég hef gert mörg mistök og viðurkennt þau. Ég hef líka neitað að horfast í augu við mistök sem ég hef gert, verið of stolt eða hrædd. Hverju ertu stoltust af? Börnunum mínum. Er á skíðum með eiginmanni mínum sem jafnframt er minn dyggasti stuðningsmaður. Frá Bláfjöllum er stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík og alla þá uppáhaldsstaðina mína sem hún hefur að geyma. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. 21. maí 2014 18:57 Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sóley er hugsjónakona með ríka réttlætiskennd. Undanfarin 8 ár hefur hún starfað sem borgarfulltrúi, en tekið virkan þátt í ýmiskonar grasrótarstarfi á sama tíma. Sóley er gift Aart Schalk og á börnin Önnu sem er 14 ára og Tómas sem er 11 ára. Sóley er mikil prjónakona og á það til að hanna peysur á vini og vandamenn. Hún er ástríðukokkur sem stundar heimaræktun af miklum móð. Sóley æfði skíði á yngri árum og spilaði á básúnu í Skólahljómsveit Kópavogs. Nú þegar hún er orðin fertug fer hún enn á skíði, en lætur sér nægja að spila á þverflautu fyrir sjálfa sig og fjölskylduna. Fyrir utan hefðbundin stefnumál Vinstri grænna hefur Sóley lagt ríka áherslu á sanngjarnari stjórnmál og betra starfsumhverfi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún hefur tekið málefnalega afstöðu, byggða á stefnu Vinstri grænna í öllum málum, tekið virkan þátt í stefnumörkun og ákvarðanatöku meirihlutans þar sem leiðir hafa legið saman hugmyndafræðilega, en staðið fast gegn þeim málum sem farið hafa gegn stefnu eða hugmyndafræði Vinstri grænna. Sóley leiðir lista Vinstri grænna, hóp hugsjónafólks sem býður sig fram til að gera góða borg betri. Saman ætla þau að stuðla að jafnari tækifærum fólks, ábyrgari og vistvænni lifnaðarháttum og betra samfélagi fyrir okkur öll. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég hef svo oft fundið fallegasta stað á Íslandi – er alltaf að finna nýjan og nýjan og nokkuð víst að ég á enn eftir að finna fleiri. Útsýnið af toppi Kóngsgilsins í Bláfjöllum hefur glatt mig endalaust í vetur. Hundar eða kettir? Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núna. Það eru forréttindi að fá að vera til og lífið er yfir höfuð gott og merkilegt. Ég reyni að muna að vera þakklát fyrir hvern dag og hverja mínútu. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hann er heimagerður úr fersku hráefni og hefur helst krafist mikillar vinnu. Enn betra ef margir hafa komið að matargerðinni. Hvernig bíl ekur þú? Metanbíl sem heitir VW Passat Besta minningin? Ég er svo heppin að eiga margar góðar minningar. Sætir pólitískir sigrar lifa lengi í minninu, hlátursköst með vinkonum mínum, fæðingar barnanna minna, matarboð með stórfjölskyldunni og allskonar skemmtilegt með manninum mínum. Dýrmætastar eru þó minningar um gæðastundir með ömmu minni heitinni sem var sennilega skemmtilegasta og klárasta kona sem ég hef kynnst. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Var einu sinni stoppuð í akstri og beðin um að sýna þeim ökuskírteinið mitt. Gerði það og allir voru sáttir. Hverju sérðu mest eftir? Þeim skiptum sem ég hef ekki staðið með sjálfri mér og varist ósanngjörnum árásum pólitískra andstæðinga á persónu mína. Draumaferðalagið? Mig hefur alltaf langað að fara til Hawaii og komast í návígi við spúandi eldfjöllin þar. Annars finnst mér yfirleitt öll ferðalög spennandi, allt frá gönguferðum í nágrenni Reykjavíkur til ævintýraferða um fjarlæg og framandi lönd. Hefur þú migið í saltan sjó? Jább. Oft. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, það er nú saga að segja frá því. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, ég hef gert mörg mistök og viðurkennt þau. Ég hef líka neitað að horfast í augu við mistök sem ég hef gert, verið of stolt eða hrædd. Hverju ertu stoltust af? Börnunum mínum. Er á skíðum með eiginmanni mínum sem jafnframt er minn dyggasti stuðningsmaður. Frá Bláfjöllum er stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík og alla þá uppáhaldsstaðina mína sem hún hefur að geyma.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. 21. maí 2014 18:57 Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. 21. maí 2014 18:57
Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent