50 ára afmælissýning Ford Mustang um helgina í Brimborg Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2014 14:45 Tveir Mustang af eldri gerðinni. Dýrmætustu og sjaldgæfustu Ford Mustang bílar landsins verða samankomnir í Brimborg um helgina á 50 ára afmælissýningu Ford Mustang. Aðgangur er ókeypis og sýningin er opin frá kl. 11-16, bæði laugardag og sunnudag.50 bílar í tilefni 50 ára Hvorki meira né minna en 50 bílar verða á staðnum til að fagna 50 ára afmæli Ford Mustang. Meðal bíla sem verða á staðnum er Mustang Shelby GT-500 Eleanor ´67 sem er eftirlíking af Mustang bílnum úr myndinni Gone in 60 Seconds. Mustang Mach-1 ´71 verður líka á staðnum en sá bíll hefur verið í uppgerð í meira en 30 ár og er töluvert breyttur. Elsti Ford Mustang landsins verður einnig til sýnis. Sá bíll var framleiddur 8. maí ´64, eða einungis þremur vikum eftir að Ford Mustang kom fyrst á markað. Mustang Boss 429 ´69 í upprunalegu ástandi verður líka á sýningunni en einungis 859 eintök af bílnum voru framleidd. Ekki má gleyma Mustang HCS ´66 en aðeins 333 eintök voru smíðuð og þessi bíll er eini bíllinn utan Bandaríkjanna. Þetta er einungis brot af þeim bílum sem verð til sýnis en meðal fjölda annarra spennandi bíla verða Mustang Saleen Sterling S302E (einungis 25 framleiddir), Mustang LX´86 (hraðskreiðasti Mustang landsins) og Mustang Shelby GT-500 ´07 (margfaldur Íslandsmeistari í kvartmílu).Mustang er tákngervingur frelsis Árið 1964 var fyrsti Ford Mustang bíllinn framleiddur og allar götur síðan hefur hann verið tákngervingur frelsis, krafts og áhyggjuleysis. Ford Mustang hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og jafnframt veitt fjölda tónlistarfólks innblástur. Hver kannast til dæmis ekki við lagið Mustang Sally með Wilson Picett og My Mustang Ford með Chuck Berry? Auk þess hefur Ford Mustang gegnt hlutverki í fjölda kvikmynda, má þar nefna Urban Cowboys, Endurgerð Gone in 60 Seconds og Bond-myndina Diamonds are Forever. Nýjasta myndin með Ford Mustang er svo Need For Speed með Breaking Bad leikaranum Aaron Paul en sú mynd er einmitt í sýningu í kvikmyndahúsum þessa dagana.Nýr Mustang væntanlegur Ford Mustang er stór áhrifavaldur vestrænnar dægurmenningar og ekkert er lát á vinsældum þessa glæsilega fáks. Nú í ár er væntanlegur nýr Ford Mustang og eftirvæntingin er vægast sagt gríðarleg.Kraftabílar, óteljandi hestöfl og rabb við eigendur Við hvetjum alla áhugasama til að kíkja í Ford salinn, Bíldshöfða 6, laugardag eða sunnudag, milli kl. 11-16. Það er frítt inn. Sjaldan gefst tækifæri til að sjá svona marga kraftabíla á einum stað. Meðlimir Íslenska Mustang klúbbsins verða til taks fyrir spjall um allt sem viðkemur Ford Mustang goðsögninni. Sýningin í ár er sjötta sýningin sem Íslenski Mustang klúbburinn og Brimborg standa að. Hún er jafnframt sú stærsta og glæsilegasta sem hefur verið haldin til þessa.Úrslit á sunnudag Á sunnudaginn kl. 15.00 mun hljómsveitin Kaleo spila og úrslit kosninga verða kynnt kl. 15.30. Ef veður leyfir verður farið á rúntinn kl. 16.00. Ekki missa af því þegar nokkrir tugir Ford Mustang keyra úr hlaði Brimborgar.Tekið á einum af öflugri gerðinni. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Dýrmætustu og sjaldgæfustu Ford Mustang bílar landsins verða samankomnir í Brimborg um helgina á 50 ára afmælissýningu Ford Mustang. Aðgangur er ókeypis og sýningin er opin frá kl. 11-16, bæði laugardag og sunnudag.50 bílar í tilefni 50 ára Hvorki meira né minna en 50 bílar verða á staðnum til að fagna 50 ára afmæli Ford Mustang. Meðal bíla sem verða á staðnum er Mustang Shelby GT-500 Eleanor ´67 sem er eftirlíking af Mustang bílnum úr myndinni Gone in 60 Seconds. Mustang Mach-1 ´71 verður líka á staðnum en sá bíll hefur verið í uppgerð í meira en 30 ár og er töluvert breyttur. Elsti Ford Mustang landsins verður einnig til sýnis. Sá bíll var framleiddur 8. maí ´64, eða einungis þremur vikum eftir að Ford Mustang kom fyrst á markað. Mustang Boss 429 ´69 í upprunalegu ástandi verður líka á sýningunni en einungis 859 eintök af bílnum voru framleidd. Ekki má gleyma Mustang HCS ´66 en aðeins 333 eintök voru smíðuð og þessi bíll er eini bíllinn utan Bandaríkjanna. Þetta er einungis brot af þeim bílum sem verð til sýnis en meðal fjölda annarra spennandi bíla verða Mustang Saleen Sterling S302E (einungis 25 framleiddir), Mustang LX´86 (hraðskreiðasti Mustang landsins) og Mustang Shelby GT-500 ´07 (margfaldur Íslandsmeistari í kvartmílu).Mustang er tákngervingur frelsis Árið 1964 var fyrsti Ford Mustang bíllinn framleiddur og allar götur síðan hefur hann verið tákngervingur frelsis, krafts og áhyggjuleysis. Ford Mustang hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og jafnframt veitt fjölda tónlistarfólks innblástur. Hver kannast til dæmis ekki við lagið Mustang Sally með Wilson Picett og My Mustang Ford með Chuck Berry? Auk þess hefur Ford Mustang gegnt hlutverki í fjölda kvikmynda, má þar nefna Urban Cowboys, Endurgerð Gone in 60 Seconds og Bond-myndina Diamonds are Forever. Nýjasta myndin með Ford Mustang er svo Need For Speed með Breaking Bad leikaranum Aaron Paul en sú mynd er einmitt í sýningu í kvikmyndahúsum þessa dagana.Nýr Mustang væntanlegur Ford Mustang er stór áhrifavaldur vestrænnar dægurmenningar og ekkert er lát á vinsældum þessa glæsilega fáks. Nú í ár er væntanlegur nýr Ford Mustang og eftirvæntingin er vægast sagt gríðarleg.Kraftabílar, óteljandi hestöfl og rabb við eigendur Við hvetjum alla áhugasama til að kíkja í Ford salinn, Bíldshöfða 6, laugardag eða sunnudag, milli kl. 11-16. Það er frítt inn. Sjaldan gefst tækifæri til að sjá svona marga kraftabíla á einum stað. Meðlimir Íslenska Mustang klúbbsins verða til taks fyrir spjall um allt sem viðkemur Ford Mustang goðsögninni. Sýningin í ár er sjötta sýningin sem Íslenski Mustang klúbburinn og Brimborg standa að. Hún er jafnframt sú stærsta og glæsilegasta sem hefur verið haldin til þessa.Úrslit á sunnudag Á sunnudaginn kl. 15.00 mun hljómsveitin Kaleo spila og úrslit kosninga verða kynnt kl. 15.30. Ef veður leyfir verður farið á rúntinn kl. 16.00. Ekki missa af því þegar nokkrir tugir Ford Mustang keyra úr hlaði Brimborgar.Tekið á einum af öflugri gerðinni.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent