Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd 3. maí 2014 13:57 Vilhjálmur Bjarnason vísir/stefán Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi. ESB-málið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi.
ESB-málið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira