Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2014 20:45 Jón Valur Jensson. vísir/hari Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. ESB-málið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
ESB-málið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira