Volkswagen græðir á Audi og Porsche Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 13:15 Audi S3 Cabriolet. Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent
Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent