Hver tekur mark á veðbönkum? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2014 13:30 Framlag Íslendinga í Eurovision, Enga fordóma eða No Prejudice með Pollapönki, kemst ekki upp úr undankeppninni í kvöld ef marka má líkur í hinum ýmsu veðbönkum. Framlag Armeníu, lagið not Alone sem Aram MP3 flytur, er hins vegar talið sigurstranglegast í keppninni. Fast á hæla þess fylgir sænska lagið Undo með Sönnu Nielsen. Það gæti því verið afar arðvænlegt fyrir bjartsýna Íslendinga að veðja á Pollapönkara því ef svo færi að þeir myndu vinna Eurovision gætu þeir sem hafa veðjað á strákana allt að 400-faldað peninginn. Ef settir eru peningar á Armeníu eða Svíþjóð gæti upphæðin hins vegar bara tvö- eða þrefaldast. Aðrar þjóðir sem þykja sigurstranglegar að mati veðbanka eru Bretland, Úkraína, Ungverjaland og gestgjafarnir Danir. Á botninum með Íslandi eru hins vegar Albanía, Makedónía, Georgía, Portúgal og San Marínó.Valgeir Magnússon, sem er með íslenska Eurovision-hópnum í Kaupmannahöfn, tekur ekki mikið mark á þessum spám. „Ég hef ekki góða reynslu af því að fylgjast með veðbönkum. Ég hef bæði unnið við atriði sem hafa verið efst og neðst í veðbönkum. Í hvorugt skiptið höfðu veðbankar rétt fyrir sér,“ segir hann. Spá veðbankanna er í takt við alþjóðlega OGAE-könnun sem gerð er meðal aðdáenda keppninnar í Evrópu. Þar er Íslandi spáð 31. sæti af þeim 37 löndum sem taka þátt. Í fyrsta sæti í könnuninni er Svíþjóð, í öðru Ungverjaland og í því þriðja Ísrael. Portúgal, Albaníu og Litháen er hins vegar spáð neðstu sætunum. Eurovision Tengdar fréttir Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10 "Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30 Pollapönkarar mættu í ballkjólum Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision. 4. maí 2014 22:17 Bein útsending frá Eurovision Stemning í Bíó Paradís. 6. maí 2014 10:00 Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa. 3. maí 2014 11:00 Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00 Pollrólegir baksviðs Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi. 6. maí 2014 13:00 „Koma svo þið getið þetta“ Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá baráttukveðjur frá þekktum Íslendingum. 6. maí 2014 12:00 Kenndu gestum pönkdansinn Pollapönkarar í stuði í Norræna partíinu. 5. maí 2014 16:30 Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Framlag Íslendinga í Eurovision, Enga fordóma eða No Prejudice með Pollapönki, kemst ekki upp úr undankeppninni í kvöld ef marka má líkur í hinum ýmsu veðbönkum. Framlag Armeníu, lagið not Alone sem Aram MP3 flytur, er hins vegar talið sigurstranglegast í keppninni. Fast á hæla þess fylgir sænska lagið Undo með Sönnu Nielsen. Það gæti því verið afar arðvænlegt fyrir bjartsýna Íslendinga að veðja á Pollapönkara því ef svo færi að þeir myndu vinna Eurovision gætu þeir sem hafa veðjað á strákana allt að 400-faldað peninginn. Ef settir eru peningar á Armeníu eða Svíþjóð gæti upphæðin hins vegar bara tvö- eða þrefaldast. Aðrar þjóðir sem þykja sigurstranglegar að mati veðbanka eru Bretland, Úkraína, Ungverjaland og gestgjafarnir Danir. Á botninum með Íslandi eru hins vegar Albanía, Makedónía, Georgía, Portúgal og San Marínó.Valgeir Magnússon, sem er með íslenska Eurovision-hópnum í Kaupmannahöfn, tekur ekki mikið mark á þessum spám. „Ég hef ekki góða reynslu af því að fylgjast með veðbönkum. Ég hef bæði unnið við atriði sem hafa verið efst og neðst í veðbönkum. Í hvorugt skiptið höfðu veðbankar rétt fyrir sér,“ segir hann. Spá veðbankanna er í takt við alþjóðlega OGAE-könnun sem gerð er meðal aðdáenda keppninnar í Evrópu. Þar er Íslandi spáð 31. sæti af þeim 37 löndum sem taka þátt. Í fyrsta sæti í könnuninni er Svíþjóð, í öðru Ungverjaland og í því þriðja Ísrael. Portúgal, Albaníu og Litháen er hins vegar spáð neðstu sætunum.
Eurovision Tengdar fréttir Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10 "Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30 Pollapönkarar mættu í ballkjólum Stálu senunni á opnunarhátíð Eurovision. 4. maí 2014 22:17 Bein útsending frá Eurovision Stemning í Bíó Paradís. 6. maí 2014 10:00 Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa. 3. maí 2014 11:00 Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00 Pollrólegir baksviðs Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi. 6. maí 2014 13:00 „Koma svo þið getið þetta“ Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá baráttukveðjur frá þekktum Íslendingum. 6. maí 2014 12:00 Kenndu gestum pönkdansinn Pollapönkarar í stuði í Norræna partíinu. 5. maí 2014 16:30 Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Pollapönkari meðal þeirra kynþokkafyllstu Í þriðja sæti á lista Good Evening Europe. 6. maí 2014 09:10
"Þið eruð ekki fallegir en boðskapurinn er það“ Pollapönkarar þóttu skara fram úr á opnunarathöfn Eurovision. 5. maí 2014 18:30
Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa. 3. maí 2014 11:00
Þetta eru keppinautar okkar í kvöld Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Tíu komast áfram. 6. maí 2014 11:00
Pollrólegir baksviðs Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi. 6. maí 2014 13:00
„Koma svo þið getið þetta“ Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá baráttukveðjur frá þekktum Íslendingum. 6. maí 2014 12:00