Áreiðanlegustu smábílarnir Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 15:45 Honda Jazz er áreiðanlegasti smábíllinn. Líklega er áreiðanleiki það sem mestu máli skiptir þegar kemur að vali á bílum. Fyrst og fremst þurfa bílar að ganga án bilana og koma eigendum sínum frá stað A til B. Þetta á við bíla í öllum flokkum, hvort sem það eru jepplingar, fjölskyldubílar, jeppar eða smábílar. Auto Express í Bretlandi hefur gert viðamikla könnun á þeim smábílum sem bíleigendur telja áreiðanlegastir og spurðu 50.000 eigendur smábíla. Út úr því kom einkunn fyrir hverja bílgerð fyrir sig og var útkoman þessi. Bílgerð Einkunn 1. Honda Jazz 98,89 2. Kia Rio 96,51 3. VW up! 96,08 4. Skoda Citigo 95,70 5. Nissan Juke 95,61 6. Toyota Yaris 94,95 7. Peugeot 107 94,55 8. Mazda 2 94,41 9. Citroën DS3 93,90 10. Suzuki Swift 93,60 Næstu 10 bílarnir á listanum voru Kia Picanto, Audi A1, Opel Adam, Ford Fiesta, Hyundai iX20, Renault Clio, Peugeot 208, Fiat Panda, Skoda Fabia og Hyundai i10. Neðstu bílarnir á listanum að neðan talið voru svo Fiat Punto, Mini Cooper, Alfa Romeo Mito, VW Polo, Fiat 500 og Kia Venga. Ekki var tekið neitt tillit til þess hvað bílarnir kosta. Athygli vekur að enn eina ferðina eru bílar frá Japan og S-Kóreu áberandi efst á listanum og af 10 bestu bílunum eru 5 þeirra frá Japan og 1 frá S-Kóreu, en af næstu 10 bílum eiga Hyundai og Kia frá S-Kóreu 3 bíla. Frakkar eiga 2 á topp 10 listanum, Þjóðverjar 1 og Tékkar 1. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent
Líklega er áreiðanleiki það sem mestu máli skiptir þegar kemur að vali á bílum. Fyrst og fremst þurfa bílar að ganga án bilana og koma eigendum sínum frá stað A til B. Þetta á við bíla í öllum flokkum, hvort sem það eru jepplingar, fjölskyldubílar, jeppar eða smábílar. Auto Express í Bretlandi hefur gert viðamikla könnun á þeim smábílum sem bíleigendur telja áreiðanlegastir og spurðu 50.000 eigendur smábíla. Út úr því kom einkunn fyrir hverja bílgerð fyrir sig og var útkoman þessi. Bílgerð Einkunn 1. Honda Jazz 98,89 2. Kia Rio 96,51 3. VW up! 96,08 4. Skoda Citigo 95,70 5. Nissan Juke 95,61 6. Toyota Yaris 94,95 7. Peugeot 107 94,55 8. Mazda 2 94,41 9. Citroën DS3 93,90 10. Suzuki Swift 93,60 Næstu 10 bílarnir á listanum voru Kia Picanto, Audi A1, Opel Adam, Ford Fiesta, Hyundai iX20, Renault Clio, Peugeot 208, Fiat Panda, Skoda Fabia og Hyundai i10. Neðstu bílarnir á listanum að neðan talið voru svo Fiat Punto, Mini Cooper, Alfa Romeo Mito, VW Polo, Fiat 500 og Kia Venga. Ekki var tekið neitt tillit til þess hvað bílarnir kosta. Athygli vekur að enn eina ferðina eru bílar frá Japan og S-Kóreu áberandi efst á listanum og af 10 bestu bílunum eru 5 þeirra frá Japan og 1 frá S-Kóreu, en af næstu 10 bílum eiga Hyundai og Kia frá S-Kóreu 3 bíla. Frakkar eiga 2 á topp 10 listanum, Þjóðverjar 1 og Tékkar 1.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent