Hagnaður Ford minnkar um 39% Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 11:30 Ford F-150 pallbíllinn er söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum. Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnkar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 milljarðar króna, en var 185 milljarðar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkjunum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 milljarða króna. Verra gengi annarsstaðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnkaði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er í S-Ameríku og var það 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörðum frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og restinni af Asíu skilaði þó 33 milljarða króna hagnaði. Ford hagnaðist einnig á starfsemi sinni í miðausturlöndum og Afríku og skilaði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnkaði samt um 3%. Í þessu uppgjöri Ford nú verður að taka tillit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem notaður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent
Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnkar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 milljarðar króna, en var 185 milljarðar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkjunum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 milljarða króna. Verra gengi annarsstaðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnkaði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er í S-Ameríku og var það 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörðum frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og restinni af Asíu skilaði þó 33 milljarða króna hagnaði. Ford hagnaðist einnig á starfsemi sinni í miðausturlöndum og Afríku og skilaði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnkaði samt um 3%. Í þessu uppgjöri Ford nú verður að taka tillit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem notaður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent