Margir kaupendur bíla reynsluaka þeim ekki Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 13:15 49% óku minna en í 30 mínútur áður en að kaupum kom. Á síðasta ári voru keyptir 15,6 milljón nýir bílar í Bandaríkjunum en 2,5 milljónum þeirra var aldrei reynsluekið af nýjum eigendum sínum. Ennfremur var 49% þeirra ekið minna en í 30 mínútur áður en eigendur þeirra tóku ákvörðun um kaup á þeim. Þetta kemur frá í könnun á meðal 2.000 nýrra bíleigenda sem DME Automotive gerði þar vestra. Í könnuninni kemur einnig fram að 33% kaupendur nýrra bíla reynsluóku aðeins þeirri einu bílgerð sem þeir síðan keyptu. DME áætlar að helstu ástæður þessa séu að bílkaupendur séu nú mjög vel upplýstir um þá bíla sem á markaðnum eru og að fólk kynni sér oft mjög þá bíla sem til greina koma á vefnum. Þar geti þeir kynnt sér atriði eins og eyðslu þeirra, öryggi, verð, áreiðanleika og allt það sem fólki finnst skipta máli við bíla. Aðrir benda á að mjög óráðlegt sé að kaupa bíla án þess að prófa hann og það sé kannski eins og að kaupa sér buxur án þess að máta þær og það sé nokkru meira fjármagn að baki fjárfestingu á bíl en buxum. Því sé ráðlagt að þrengja valkostina niður í nokkra bíla sem til greina koma og reynsluaka þeim svo öllum vel áður en að ákvörðun kemur. Fátt sé verra en að sjá á eftir svo stórri fjárfestingu sem í nýjum bíl. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent
Á síðasta ári voru keyptir 15,6 milljón nýir bílar í Bandaríkjunum en 2,5 milljónum þeirra var aldrei reynsluekið af nýjum eigendum sínum. Ennfremur var 49% þeirra ekið minna en í 30 mínútur áður en eigendur þeirra tóku ákvörðun um kaup á þeim. Þetta kemur frá í könnun á meðal 2.000 nýrra bíleigenda sem DME Automotive gerði þar vestra. Í könnuninni kemur einnig fram að 33% kaupendur nýrra bíla reynsluóku aðeins þeirri einu bílgerð sem þeir síðan keyptu. DME áætlar að helstu ástæður þessa séu að bílkaupendur séu nú mjög vel upplýstir um þá bíla sem á markaðnum eru og að fólk kynni sér oft mjög þá bíla sem til greina koma á vefnum. Þar geti þeir kynnt sér atriði eins og eyðslu þeirra, öryggi, verð, áreiðanleika og allt það sem fólki finnst skipta máli við bíla. Aðrir benda á að mjög óráðlegt sé að kaupa bíla án þess að prófa hann og það sé kannski eins og að kaupa sér buxur án þess að máta þær og það sé nokkru meira fjármagn að baki fjárfestingu á bíl en buxum. Því sé ráðlagt að þrengja valkostina niður í nokkra bíla sem til greina koma og reynsluaka þeim svo öllum vel áður en að ákvörðun kemur. Fátt sé verra en að sjá á eftir svo stórri fjárfestingu sem í nýjum bíl.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent