Píratar vilja beinna lýðræði Linda Blöndal skrifar 7. maí 2014 20:12 Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira