Píratar vilja beinna lýðræði Linda Blöndal skrifar 7. maí 2014 20:12 Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent