Píratar vilja beinna lýðræði Linda Blöndal skrifar 7. maí 2014 20:12 Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent