Nýja limman hans Pútíns Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 10:53 Nýja limósína Pútíns. Yahoo! Autos Svona mun nýja limósínan hans Pútíns líta út samkvæmt fréttum af bílavef Yahoo! Autos. Smíði bílsins er samstarfsverkefni innlendra bílaframleiðenda og Porsche Engineering. Verkefnið er víðtækara en bara smíði bíls fyrir forsetann því meiningin er að smíða stóran flota af stórum bílum sem ætlaðir eru bæði fyrir opinbera starfsmenn í Rússlandi og til sölu fyrir almenning, bæði í formi fólksbíla og jeppa. Sami undirvagn verður notaður fyrir alla bílana sem smíðaðir verða. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Project Cortege“. Þessi bíll sem sést hér virðist stæla framendann á Chrysler 300 bílnum, sem í senn þykir kraftalegur og dálítið gamaldags. Bíll Pútíns verður skot- og sprengjuheldur bíll og því æði þungur, en það mun ekki eiga við þá alla. Einhver tími mun líða uns Pútín fær nýja bílinn sinn, en verkefnið hófst í febrúar síðastliðnum.Afar stórt skjaldamerki Rússlands prýðir stýrið í nýju bílunum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Svona mun nýja limósínan hans Pútíns líta út samkvæmt fréttum af bílavef Yahoo! Autos. Smíði bílsins er samstarfsverkefni innlendra bílaframleiðenda og Porsche Engineering. Verkefnið er víðtækara en bara smíði bíls fyrir forsetann því meiningin er að smíða stóran flota af stórum bílum sem ætlaðir eru bæði fyrir opinbera starfsmenn í Rússlandi og til sölu fyrir almenning, bæði í formi fólksbíla og jeppa. Sami undirvagn verður notaður fyrir alla bílana sem smíðaðir verða. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Project Cortege“. Þessi bíll sem sést hér virðist stæla framendann á Chrysler 300 bílnum, sem í senn þykir kraftalegur og dálítið gamaldags. Bíll Pútíns verður skot- og sprengjuheldur bíll og því æði þungur, en það mun ekki eiga við þá alla. Einhver tími mun líða uns Pútín fær nýja bílinn sinn, en verkefnið hófst í febrúar síðastliðnum.Afar stórt skjaldamerki Rússlands prýðir stýrið í nýju bílunum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent