BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 06:52 Vísir/Daníel Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. Í gærkvöldi var greint frá því að Ólafur væri á leið til Danmerkur og BT segir að Nordsjælland vilji ráða hann til starfa og ætli honum hlutverk í forystu félagsins. Samkvæmt frétt BT mun félagið hafa átt í viðræðum við Ólaf í nokkurn tíma og að gengið verði frá ráðningu hans í náinni framtíð. Upphaflega var vilji félagsins til að ráða Ólaf í sjö manna þjálfarateymi félagsins en fari svo að núverandi þjálfari, Kasper Hjulmand, fari frá félaginu kemur hann til greina sem nýr aðalþjálfari liðsins. Hjulmand hefur verið sterklega orðaður við hollenska liðið Heerenveen síðustu vikur en þjálfari liðsins, Marco van Basten, hættir þar störfum í lok tímabilsins og tekur við AZ Alkmaar. Ólafur þekkir vel til Nordsjælland og er sagður góður vinur Hjulmand. Ólafur var fenginn til að aðstoða liðið við undirbúning fyrir leiki þess í Meistaradeild Evrópu í fyrra og var sérfræðingur Nordsjælland um Juventus frá Ítalíu. BT segir að Hjulmand hafi klásúlu í sínum samningi sem geri honum heimilt að fara frítt frá Nordsjælland til erlends félags en því neita reyndar forráðamenn félagsins. Ólafur er 45 ára gamall og þekkir vel til í Danmörku. Hann lék með AGF frá 1997 til 2000 og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í tvö ár. Hann hefur stýrt Breiðablik frá árinu 2006 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2009 og Íslandsmeistara ári síðar. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. Í gærkvöldi var greint frá því að Ólafur væri á leið til Danmerkur og BT segir að Nordsjælland vilji ráða hann til starfa og ætli honum hlutverk í forystu félagsins. Samkvæmt frétt BT mun félagið hafa átt í viðræðum við Ólaf í nokkurn tíma og að gengið verði frá ráðningu hans í náinni framtíð. Upphaflega var vilji félagsins til að ráða Ólaf í sjö manna þjálfarateymi félagsins en fari svo að núverandi þjálfari, Kasper Hjulmand, fari frá félaginu kemur hann til greina sem nýr aðalþjálfari liðsins. Hjulmand hefur verið sterklega orðaður við hollenska liðið Heerenveen síðustu vikur en þjálfari liðsins, Marco van Basten, hættir þar störfum í lok tímabilsins og tekur við AZ Alkmaar. Ólafur þekkir vel til Nordsjælland og er sagður góður vinur Hjulmand. Ólafur var fenginn til að aðstoða liðið við undirbúning fyrir leiki þess í Meistaradeild Evrópu í fyrra og var sérfræðingur Nordsjælland um Juventus frá Ítalíu. BT segir að Hjulmand hafi klásúlu í sínum samningi sem geri honum heimilt að fara frítt frá Nordsjælland til erlends félags en því neita reyndar forráðamenn félagsins. Ólafur er 45 ára gamall og þekkir vel til í Danmörku. Hann lék með AGF frá 1997 til 2000 og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í tvö ár. Hann hefur stýrt Breiðablik frá árinu 2006 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2009 og Íslandsmeistara ári síðar.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56