Golf

Verður endurkoma Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu?

AO skrifar
Tiger Woods
Samkvæmt fréttum The Golf Channel þá mun Tiger Woods ekki byrja spila keppnisgolf fyrr en í júlí.  Eins og golfáhugafólk veit þá fór Tiger í skurðaðgerð vegna bakmeiðsla sem hafði verið að plaga hann í marga mánuði. Þessi meiðsli urðu til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta skipti frá því að hann varð atvinnukylfingur. The Golf Channel segir frá því að fyrsta mót Tiger verði Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool golfvellinum dagana 17-20 júlí í sumar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá heppnaðist aðgerðin á baki hans mjög vel og án allra aukaverkana. Tiger hefur þegar aðeins verið að æfa sig að vippa og pútta.  Mark Steinberger sagði: „Ég veit ekki nákvæma tímasetningu á því hvenær hann byrjar að keppa í golfi aftur. En ég reikna með að það verði í sumar. Ég veit að það er mjög víður tímarammi en eftir því sem vikurnar líða þá vitum við betur hvenær hann byrjar aftur. Í dag er aðeins of snemmt að segja til um nákvæma dagsetningu.“

Tiger vann Opna breska meistaramótið síðast þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006. Það var þriðji sigur hans á Opna breska meistaramótið og síðasta skiptið af þeim þremur.

Vísir og iGolf.is hafa tekið höndum saman í umfjöllum um Golf. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×