Hvað var að trufla Þórodd Hjaltalín sumarið 2012? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 12:15 Þriðja liðið er nýr sjónvarpsþáttur, framleiddur af Muninn Kvikmyndagerð, sem hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.00. Í honum er fjallað um líf og störf dómara á Íslandi. „Um er að ræða fjögurra þátta seríu sem fjallar um knattspyrnu frá sjónarhorni dómarannna. Í þáttunum fylgjum við dómurunum eftir í undirbúningi þeirra. Við sjáum þá á æfingum, í leikjum og heyrum einnig hvað fer þeirra á milli á meðan leik stendur,“ segir Egill Arnar Sigurþórsson, framleiðandi þáttanna. „Ætlunin er ekki að draga upp glansmynd af starfi þeirra heldur sýna hvernig þeir sinna starfinu og hvað þarf að leggja á sig til þess að ná alla leið í þriðja liðinu. Við höfum fengið einstakan aðgang að dómurum bæði í starfi og í einkalífinu og munu þættirnir án efa sýna hvernig er í raun og veru að sinna dómarastarfinu. Þeir eru umdeildir en engu að síður nauðsynlegir.“ Í fyrsta þætti, sem frumsýndur verður á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 eftir leik KR og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir sumarið 2012. Þóroddur átti ekki gott tímabil þetta sumar en fékk engu að síður að dæma bikarúrslitaleikinn sem þótti vekja furðu. „Við fáum innsýn inn í hugsanlegar ástæður þess að honum gekk ekki vel til að byrja með,“ segir Egill ARnar. Rætt er við fjölda dómara í þáttunum, karla og konur, og var einnig farið til Bretlands og rætt við tvo af bestu dómurum heims: HowardWebb og MarkClattenburg. Leikstjóri er Heiðar Mar Björnsson. Í spilaranum hér að ofan má sjá stiklu fyrir þáttinn.Þorvaldur Árnason kemur fyrir í þáttunum.Mynd/MuninnÞóroddur situr í aftursætinu og hlustar á gagnrýni á sig í útvarpsþætti á leið í bikarúrslitin 2012.Mynd/MuninnDómarar þurfa að standa saman.Mynd/Muninn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Þriðja liðið er nýr sjónvarpsþáttur, framleiddur af Muninn Kvikmyndagerð, sem hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.00. Í honum er fjallað um líf og störf dómara á Íslandi. „Um er að ræða fjögurra þátta seríu sem fjallar um knattspyrnu frá sjónarhorni dómarannna. Í þáttunum fylgjum við dómurunum eftir í undirbúningi þeirra. Við sjáum þá á æfingum, í leikjum og heyrum einnig hvað fer þeirra á milli á meðan leik stendur,“ segir Egill Arnar Sigurþórsson, framleiðandi þáttanna. „Ætlunin er ekki að draga upp glansmynd af starfi þeirra heldur sýna hvernig þeir sinna starfinu og hvað þarf að leggja á sig til þess að ná alla leið í þriðja liðinu. Við höfum fengið einstakan aðgang að dómurum bæði í starfi og í einkalífinu og munu þættirnir án efa sýna hvernig er í raun og veru að sinna dómarastarfinu. Þeir eru umdeildir en engu að síður nauðsynlegir.“ Í fyrsta þætti, sem frumsýndur verður á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 eftir leik KR og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, er Þóroddi Hjaltalín Jr. fylgt eftir sumarið 2012. Þóroddur átti ekki gott tímabil þetta sumar en fékk engu að síður að dæma bikarúrslitaleikinn sem þótti vekja furðu. „Við fáum innsýn inn í hugsanlegar ástæður þess að honum gekk ekki vel til að byrja með,“ segir Egill ARnar. Rætt er við fjölda dómara í þáttunum, karla og konur, og var einnig farið til Bretlands og rætt við tvo af bestu dómurum heims: HowardWebb og MarkClattenburg. Leikstjóri er Heiðar Mar Björnsson. Í spilaranum hér að ofan má sjá stiklu fyrir þáttinn.Þorvaldur Árnason kemur fyrir í þáttunum.Mynd/MuninnÞóroddur situr í aftursætinu og hlustar á gagnrýni á sig í útvarpsþætti á leið í bikarúrslitin 2012.Mynd/MuninnDómarar þurfa að standa saman.Mynd/Muninn
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira