Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 31-27 | Sterkur sigur Eyjamanna Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 10. apríl 2014 12:06 Vísir/Vilhelm Eyjamenn tóku tvö stig af Völsurum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með fjögurra marka sigri, 31-27. Valsarar höfðu farið illa með Eyjamenn á tímabilinu og leit allt út fyrir það að sú saga myndi endurtaka sig í upphafi leiks en gestunum tókst að komast tveimur mörkum á undan Eyjamönnum í upphafi leiks og héldu þeirri forystu fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 3-6, en þá tóku þeir við sér og skoruðu fjögur næstu mörk leiksins og komu sér yfir. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Gestirnir mættu þá aftur sterkir til leiks eftir leikhléið en þeim tókst að komast yfir, 11-13, með mörkum frá Sveini Aroni Sveinssyni sem átti mjög góðan leik fyrir Valsara. Staðan í hálfleik var 14-14 eftir að vörn Eyjamanna hafði smollið saman undir lok hálfleiksins. Eyjamenn skoruðu fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks, áður en að Valsarar skoruðu þrjú næstu þrjú og jöfnuðu leikinn aftur. Hlynur Morthens varði þrettán bolta í marki Valsara en flestir þeirra voru á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Eyjamenn juku forystuna jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og var forskotið orðið fjögur mörk þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, á þeim mínútum tókst hvorugu liðinu að skora mark og fjögurra marka sigur Eyjamanna 31-27, því staðreynd. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir áttu stóran þátt í góðum seinni hálfleik Eyjamanna en þeir létu vel í sér heyra á pöllunum. Haukar náðu jafntefli við Akureyringa og eru því orðnir deildarmeistarar, vegna þess að þeir standa betur að vígi í innbyrðisviðureignum gegn Eyjamönnum. Þessi tvö lið mætast einmitt að Ásvöllum í lokaumferðinni.Arnar Pétursson: Þeir sem spiluðu voru frábærir „Þetta var gríðarlega sætt, mannskapurinn var að leggja sig 100% í verkefnið og það var gríðarlega samstaða í þessu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Vísi eftir sigur sinna manna gegn Völsurum fyrr í kvöld. „Maggi verður frá og Dagur meiddist í gær en þeir sem mættu leiks voru frábærir. Andri Heimir meiðist í dag og það gæti verið að bátsbeinið væri brotið, en samt klárar hann leikinn og gerir það frábærlega,“ sagði Arnar en Magnús Stefánsson mun verða eitthvað frá og er óvíst með þátttöku hans í úrslitakeppninni. „Við vorum klókir, spiluðum flottan og agaðan sóknarleik. Það er stutt í næsta leik við þá, þetta verða hörkuleikir.“Ólafur Stefánsson: Þeir áttu þetta skilið „ÍBV er með frábært lið, þeir spiluðu þetta vel og eru góðir í sókn. Þeir áttu þetta skilið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir ósigur í Vestmannaeyjum. „Þeir voru að spila betur og við spiluðum líka verr, þeir spiluðu vel og til hamingju með það,“ sagði Ólafur en Valsarar hafa haft tak á Eyjamönnum í vetur þar til í kvöld. „Hver leikur skiptir máli fyrir okkur, við viljum alltaf komast eitt skref áfram. Við tókum skref aftur á bak í þessum leik og þurfum að ná okkur á strik strax.“ Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Eyjamenn tóku tvö stig af Völsurum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með fjögurra marka sigri, 31-27. Valsarar höfðu farið illa með Eyjamenn á tímabilinu og leit allt út fyrir það að sú saga myndi endurtaka sig í upphafi leiks en gestunum tókst að komast tveimur mörkum á undan Eyjamönnum í upphafi leiks og héldu þeirri forystu fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 3-6, en þá tóku þeir við sér og skoruðu fjögur næstu mörk leiksins og komu sér yfir. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Gestirnir mættu þá aftur sterkir til leiks eftir leikhléið en þeim tókst að komast yfir, 11-13, með mörkum frá Sveini Aroni Sveinssyni sem átti mjög góðan leik fyrir Valsara. Staðan í hálfleik var 14-14 eftir að vörn Eyjamanna hafði smollið saman undir lok hálfleiksins. Eyjamenn skoruðu fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks, áður en að Valsarar skoruðu þrjú næstu þrjú og jöfnuðu leikinn aftur. Hlynur Morthens varði þrettán bolta í marki Valsara en flestir þeirra voru á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Eyjamenn juku forystuna jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn og var forskotið orðið fjögur mörk þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, á þeim mínútum tókst hvorugu liðinu að skora mark og fjögurra marka sigur Eyjamanna 31-27, því staðreynd. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir áttu stóran þátt í góðum seinni hálfleik Eyjamanna en þeir létu vel í sér heyra á pöllunum. Haukar náðu jafntefli við Akureyringa og eru því orðnir deildarmeistarar, vegna þess að þeir standa betur að vígi í innbyrðisviðureignum gegn Eyjamönnum. Þessi tvö lið mætast einmitt að Ásvöllum í lokaumferðinni.Arnar Pétursson: Þeir sem spiluðu voru frábærir „Þetta var gríðarlega sætt, mannskapurinn var að leggja sig 100% í verkefnið og það var gríðarlega samstaða í þessu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Vísi eftir sigur sinna manna gegn Völsurum fyrr í kvöld. „Maggi verður frá og Dagur meiddist í gær en þeir sem mættu leiks voru frábærir. Andri Heimir meiðist í dag og það gæti verið að bátsbeinið væri brotið, en samt klárar hann leikinn og gerir það frábærlega,“ sagði Arnar en Magnús Stefánsson mun verða eitthvað frá og er óvíst með þátttöku hans í úrslitakeppninni. „Við vorum klókir, spiluðum flottan og agaðan sóknarleik. Það er stutt í næsta leik við þá, þetta verða hörkuleikir.“Ólafur Stefánsson: Þeir áttu þetta skilið „ÍBV er með frábært lið, þeir spiluðu þetta vel og eru góðir í sókn. Þeir áttu þetta skilið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir ósigur í Vestmannaeyjum. „Þeir voru að spila betur og við spiluðum líka verr, þeir spiluðu vel og til hamingju með það,“ sagði Ólafur en Valsarar hafa haft tak á Eyjamönnum í vetur þar til í kvöld. „Hver leikur skiptir máli fyrir okkur, við viljum alltaf komast eitt skref áfram. Við tókum skref aftur á bak í þessum leik og þurfum að ná okkur á strik strax.“
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira