Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2014 14:00 Eygló segir þjóðina krefjast þess að fá að koma að Evrópumálum. Vísir/GVA Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló. ESB-málið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló.
ESB-málið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira