Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 16:30 Anna á Stóru-Borg komin með nakinn smalapiltinn í rúmið. Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson í hlutverkum sínum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira