Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 16:30 Anna á Stóru-Borg komin með nakinn smalapiltinn í rúmið. Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson í hlutverkum sínum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira