Mayweather launahæsti íþróttamaður heims | Ronaldo fær meira en Messi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 23:15 Hann er ekki kallaður Floyd "Money" Mayweather fyrir ekki neitt. Vísir/Getty Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4) Íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4)
Íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Sjá meira