Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2014 21:00 Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30