Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 10:30 Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur refsað stórliði Barcelona fyrir að brjóta reglur um félagskipti ungmenna og bannað félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. Þessi ótrúlegu tíðindi bárust frá FIFA nú í morgun en í tilkynningu sambandsins segir að Barcelona hafi brotið reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Rannsókn hefur staðið yfir undanfarið ár og er niðurstaða FIFA að bæði spænska knattspyrnusambandið og Barcelona hafi brotið þó nokkrar reglur sem gilda hjá sambandinu um skráningu erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Brotin áttu sér stað frá 2009 til 2013 og nær til tíu leikmanna. Barcelona var enn fremur sektað um jafnvirði 57 milljóna króna og spænska sambandið um 63,5 milljónir. Áfallið er mikið fyrir Barcelona enda félagið til að mynda nýbúið að missa aðalmarkvörð sinn, Victor Valdes, í alvarleg meiðsli. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins og hafði hann í hyggju að leita á önnur mið. Félagaskiptabannið nær yfir næstu tvo glugga, það er að segja nú í sumar og í janúar næstkomandi. Barcelona verður því ekki heimilt að kaupa nýjan leikmann til félagsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur Barcelona í vetur en fyrir skömmu síðan sagði forseti félagsins, Sandro Rosell, af sér þegar upp komst að félagið hafi ekki greint rétt frá öllum samningsatriðum þegar það keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar. Málið var tekið fyrir spænska dómskerfinu enda félagið grunað um stórfelld skattsvik. Barcelona greiddi hins vegar spænska skattinum sjálfviljugt um tvo milljarða króna og óvíst hvort það nægi til að ljúka málinu. Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur refsað stórliði Barcelona fyrir að brjóta reglur um félagskipti ungmenna og bannað félaginu að kaupa leikmenn næsta árið. Þessi ótrúlegu tíðindi bárust frá FIFA nú í morgun en í tilkynningu sambandsins segir að Barcelona hafi brotið reglur um félagaskipti erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Rannsókn hefur staðið yfir undanfarið ár og er niðurstaða FIFA að bæði spænska knattspyrnusambandið og Barcelona hafi brotið þó nokkrar reglur sem gilda hjá sambandinu um skráningu erlendra leikmanna undir átján ára aldri. Brotin áttu sér stað frá 2009 til 2013 og nær til tíu leikmanna. Barcelona var enn fremur sektað um jafnvirði 57 milljóna króna og spænska sambandið um 63,5 milljónir. Áfallið er mikið fyrir Barcelona enda félagið til að mynda nýbúið að missa aðalmarkvörð sinn, Victor Valdes, í alvarleg meiðsli. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins og hafði hann í hyggju að leita á önnur mið. Félagaskiptabannið nær yfir næstu tvo glugga, það er að segja nú í sumar og í janúar næstkomandi. Barcelona verður því ekki heimilt að kaupa nýjan leikmann til félagsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er ekki fyrsta hneykslið sem skekur Barcelona í vetur en fyrir skömmu síðan sagði forseti félagsins, Sandro Rosell, af sér þegar upp komst að félagið hafi ekki greint rétt frá öllum samningsatriðum þegar það keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar. Málið var tekið fyrir spænska dómskerfinu enda félagið grunað um stórfelld skattsvik. Barcelona greiddi hins vegar spænska skattinum sjálfviljugt um tvo milljarða króna og óvíst hvort það nægi til að ljúka málinu.
Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira