Hið óumflýjanlega gerist Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2014 16:30 Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent