"Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Katrín og Anna Tara skrifar 2. apríl 2014 21:57 Ugla Stefanía Jónsdóttir formaður Trans-Ísland kom í útvarpsþáttinn Kynlega Kvisti. Viðtalið við hana má hlusta á hér. Ugla talaði um að við hefðum kynfæri en værum ekki kynfæri okkar. Það er að kynfæri skilgreini ekki endilega kyn viðkomandi. Þeir sem eru sáttir við það kyn sem þeim er úthlutað við fæðingu eru sískynjaðir (cisgender). Ýmis orðræða getur komið illa við transfólk að sögn Uglu. Til dæmis komi orðið kynskiptingur illa við marga því þar er hreinlega rangt farið með málið. Einstaklingur skiptir ekki um kyn heldur leiðréttir það. Því er réttara að tala um kynleiðréttingu. Fleira í orðræðunni sem Ugla gerir athugasemd við er til dæmis ,,þú ert svo sannfærandi kona”. Ugla segir að þess háttar orðræða komi gjarnan frá góðum stað en geti gefið í skyn að viðkomandi sé ekki alvöru karl eða kona. Ugla segir að fordómar séu enn ríkjandi í garð transfólks og að almenningur ætlist oft til þess að transfólk sanni fyrir öðrum hvaða kyn það er í raun og veru. Þá eru oft gerðar þær kröfur til þeirra að þau standi undir ríkjandi kynjaímyndum. Transfólk sem fellur betur að ríkjandi kynjaímyndum er oft samþykktara í samfélaginu. Þyrfti aukið rými til að vera trans án þess að til dæmis gangast undir kynleiðréttingaraðgerð? Sumt transfólk vill fara í aðgerð og sumt ekki, ættu bæði að njóta virðingar? Ekki allir skilgreina sig sem karl eða konu. Af því má leiða að kyn er afstætt og þannig fellur hugmyndin kynhneigð um sjálfa sig.Facebook síðu Kynlegra Kvista má finna hér. Harmageddon Mest lesið Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Segir bandarísk stjórnvöld skipuð brjálæðingum Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon
Ugla Stefanía Jónsdóttir formaður Trans-Ísland kom í útvarpsþáttinn Kynlega Kvisti. Viðtalið við hana má hlusta á hér. Ugla talaði um að við hefðum kynfæri en værum ekki kynfæri okkar. Það er að kynfæri skilgreini ekki endilega kyn viðkomandi. Þeir sem eru sáttir við það kyn sem þeim er úthlutað við fæðingu eru sískynjaðir (cisgender). Ýmis orðræða getur komið illa við transfólk að sögn Uglu. Til dæmis komi orðið kynskiptingur illa við marga því þar er hreinlega rangt farið með málið. Einstaklingur skiptir ekki um kyn heldur leiðréttir það. Því er réttara að tala um kynleiðréttingu. Fleira í orðræðunni sem Ugla gerir athugasemd við er til dæmis ,,þú ert svo sannfærandi kona”. Ugla segir að þess háttar orðræða komi gjarnan frá góðum stað en geti gefið í skyn að viðkomandi sé ekki alvöru karl eða kona. Ugla segir að fordómar séu enn ríkjandi í garð transfólks og að almenningur ætlist oft til þess að transfólk sanni fyrir öðrum hvaða kyn það er í raun og veru. Þá eru oft gerðar þær kröfur til þeirra að þau standi undir ríkjandi kynjaímyndum. Transfólk sem fellur betur að ríkjandi kynjaímyndum er oft samþykktara í samfélaginu. Þyrfti aukið rými til að vera trans án þess að til dæmis gangast undir kynleiðréttingaraðgerð? Sumt transfólk vill fara í aðgerð og sumt ekki, ættu bæði að njóta virðingar? Ekki allir skilgreina sig sem karl eða konu. Af því má leiða að kyn er afstætt og þannig fellur hugmyndin kynhneigð um sjálfa sig.Facebook síðu Kynlegra Kvista má finna hér.
Harmageddon Mest lesið Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Segir bandarísk stjórnvöld skipuð brjálæðingum Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon