Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2014 20:43 Stjáni Ben með flottann sjóbirting úr Víðidalsá Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting. Þeir Valgarður Ragnarsson og Stjáni Ben fóru þangað til að kanna nokkra veiðistaði og sjá hversu álitlegt þetta er fyrir vorveiði en í sömu ferð voru einnig prófaðar nýjar stangir fyrir sumarið. "Þeir staðir sem okkur þóttu líklegastir voru að mestu undir ís en í Harðeyrarstreng fundum við fiska, mest urriða á bilinu 40-65 sm" sagði Stjáni Ben þegar við heyrðum frá þeim. Þeir eyddu um tveimur tímum við Harðeyrarstreng og á þeim tíma lönduðu þeir 10 fiskum og tveimur hoplöxum. Að sögð Stjána voru urriðarnir í góðum holdum sem er gott merki um að hann hafi það gott í vetursetunni í ánni. "Mest veiddum á Dýrbít með gúmmilöppum sem er mín uppáhaldsfluga en við fengum líka fiska á Egg Sucking Leech" bætti Stjáni við. Þeir félagar eru svo á leið í Húseyjarkvísl í Skagafirði en Valgarður er einmitt leigutaki hennar. Við fáum vonandi fréttir af þeim fljótlega og það verður gaman að sjá hvernig Húseyjarkvísl kemur undan vetri. Stangveiði Mest lesið Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði
Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting. Þeir Valgarður Ragnarsson og Stjáni Ben fóru þangað til að kanna nokkra veiðistaði og sjá hversu álitlegt þetta er fyrir vorveiði en í sömu ferð voru einnig prófaðar nýjar stangir fyrir sumarið. "Þeir staðir sem okkur þóttu líklegastir voru að mestu undir ís en í Harðeyrarstreng fundum við fiska, mest urriða á bilinu 40-65 sm" sagði Stjáni Ben þegar við heyrðum frá þeim. Þeir eyddu um tveimur tímum við Harðeyrarstreng og á þeim tíma lönduðu þeir 10 fiskum og tveimur hoplöxum. Að sögð Stjána voru urriðarnir í góðum holdum sem er gott merki um að hann hafi það gott í vetursetunni í ánni. "Mest veiddum á Dýrbít með gúmmilöppum sem er mín uppáhaldsfluga en við fengum líka fiska á Egg Sucking Leech" bætti Stjáni við. Þeir félagar eru svo á leið í Húseyjarkvísl í Skagafirði en Valgarður er einmitt leigutaki hennar. Við fáum vonandi fréttir af þeim fljótlega og það verður gaman að sjá hvernig Húseyjarkvísl kemur undan vetri.
Stangveiði Mest lesið Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði