Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2014 20:43 Stjáni Ben með flottann sjóbirting úr Víðidalsá Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting. Þeir Valgarður Ragnarsson og Stjáni Ben fóru þangað til að kanna nokkra veiðistaði og sjá hversu álitlegt þetta er fyrir vorveiði en í sömu ferð voru einnig prófaðar nýjar stangir fyrir sumarið. "Þeir staðir sem okkur þóttu líklegastir voru að mestu undir ís en í Harðeyrarstreng fundum við fiska, mest urriða á bilinu 40-65 sm" sagði Stjáni Ben þegar við heyrðum frá þeim. Þeir eyddu um tveimur tímum við Harðeyrarstreng og á þeim tíma lönduðu þeir 10 fiskum og tveimur hoplöxum. Að sögð Stjána voru urriðarnir í góðum holdum sem er gott merki um að hann hafi það gott í vetursetunni í ánni. "Mest veiddum á Dýrbít með gúmmilöppum sem er mín uppáhaldsfluga en við fengum líka fiska á Egg Sucking Leech" bætti Stjáni við. Þeir félagar eru svo á leið í Húseyjarkvísl í Skagafirði en Valgarður er einmitt leigutaki hennar. Við fáum vonandi fréttir af þeim fljótlega og það verður gaman að sjá hvernig Húseyjarkvísl kemur undan vetri. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði
Vorveiði hefur hingað til ekki verið stunduð í Víðidalsá sem er eiginlega furðulegt í ljósi þess að í ánna gengur nokkuð af sjóbirting. Þeir Valgarður Ragnarsson og Stjáni Ben fóru þangað til að kanna nokkra veiðistaði og sjá hversu álitlegt þetta er fyrir vorveiði en í sömu ferð voru einnig prófaðar nýjar stangir fyrir sumarið. "Þeir staðir sem okkur þóttu líklegastir voru að mestu undir ís en í Harðeyrarstreng fundum við fiska, mest urriða á bilinu 40-65 sm" sagði Stjáni Ben þegar við heyrðum frá þeim. Þeir eyddu um tveimur tímum við Harðeyrarstreng og á þeim tíma lönduðu þeir 10 fiskum og tveimur hoplöxum. Að sögð Stjána voru urriðarnir í góðum holdum sem er gott merki um að hann hafi það gott í vetursetunni í ánni. "Mest veiddum á Dýrbít með gúmmilöppum sem er mín uppáhaldsfluga en við fengum líka fiska á Egg Sucking Leech" bætti Stjáni við. Þeir félagar eru svo á leið í Húseyjarkvísl í Skagafirði en Valgarður er einmitt leigutaki hennar. Við fáum vonandi fréttir af þeim fljótlega og það verður gaman að sjá hvernig Húseyjarkvísl kemur undan vetri.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði