Kristín segir sjálfsgagnrýnina sem konur beiti sjálfa sig vera á kostnað gleðinnar yfir því að vera til og fá að vera eins og maður er. Í dag sé alltof margt í okkar tilveru sem beinist að hugmyndum um hvernig konur eigi að líta út, vera ungar, sætar og grannar.
Aðspurð hvaðan þörfin til þess að vekja athygli á píkum hafi komið segir Kristín ástæðuna vera að þær séu svo frábærar.
„Fátt í tilverunni er jafn misnotað sem hugtak eins og sköpunarfæri og kynfæri kvenna.“
Með sýningunni vildi Kristín fá þá virðingu sem píkunni ber.

Kristín segir að konur eigi að vera sáttar við sig eins og þær bókstaflega eru, vera sáttar við það að eldast og að þær eigi að fá að vera kynverur fram eftir öllum aldri.
„Viðhorfið á bak við ég er til og ég er fín eins og ég er er hugsunarháttur sem við þurfum að passa upp á alltaf,“ segir Kristín.
Heimasíðu Kristínar má finna hér.
Facebook síða Kynlegra Kvista.