Golf

Feng leiðir á Kraft Nabisco eftir fyrsta hring

Michelle Wie átti góðan fyrsta hring.
Michelle Wie átti góðan fyrsta hring. AP/Vísir
Fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu, Kraft Nabisco meistaramótið, hófst í gær á Mission Hills vellinum í Kaliforníuríki en allir bestu kvenkylfingar heims eru samankomnir á þessu glæsilega móti.

Eftir fyrsta hring er hin kínverska Shanshan Feng í efsta sæti en hún kom inn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Í öðru sæti eru þær Se Ri Park og Michelle Wie á fimm undir pari en sú síðarnefnda hefur leikið mjög gott golf að undanförnu og verður að teljast líkleg til afreka um helgina.

Sá keppandi sem vakti þó mesta athygli á fyrsta hringnum er hin 15 ára gamla Angel Yin en hún er jöfn Amy Yang í fjórða sæti á fjórum höggum undir pari. Yin spilaði sig fyrst inn á risamót í golfi árið 2012, aðeins 13 ára gömul en hún er af mörgum talin ein efnilegasti kvenkylfingur heims. Áhugavert verður að fylgjast með hvort að Yin takist að blanda sér í toppbaráttuna um helgina en mamma hennar, Michelle Yin, er í hlutverki kylfusveins hjá dóttur sinni.

Annar hringur fer fram í dag en Golfstöðin verður með beina útsendingu frá mótinu frá klukkan 22:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×