Ísland áhrifalaust með EES-samningum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 09:27 Pia kynnti skýrsluna í morgun. Vísir/KJ „Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins. ESB-málið Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins.
ESB-málið Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira