Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 11:43 Fjölmargir voru mættir á kynningu skýrslunnar á Grand Hótel í morgun. visir/gva Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“ ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“
ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36