Golf

McIlroy og Spieth leika saman

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Rory McIlroy við æfingar á Augusta National í dag.
Rory McIlroy við æfingar á Augusta National í dag. Vísir/AP
Búið er að tilkynna rástíma fyrir fyrstu tvo keppnisdagana á Masters mótinu sem hefst á fimmtudag á Augusta National vellinum í Georgíu, Bandaríkjunum. Þar ber helst að Norður-Írinn Rory McIlroy mun leika með ungstirninu Jordan Spieth. McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og Spieth er ein helsta vonarstjarna Bandaríkjanna.

Þeir munu hefja leik klukkan 14:52 að íslenskum tíma en fjögurra klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og staðartíma á Augusta National. Patrick Reed mun leika ásamt þeim McIlroy og Spieth.

Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott frá Ástralíu, mun leika ásamt Bandaríkjamanninum Jason Dufner og enska áhugakylfingnum Matthew Fitzpatrick.

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson, Ernie Els frá Suður-Afríku og Englendingurinn Justin Rose verða í næstsíðasta ráshópi á fimmtudag og fá golfáhugamenn líklega að sjá mikið frá leik þeirra á fyrsta keppnisdegi.

Goðsagnirnar Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player munu slá upphafshöggin í mótinu en það gera þeir snemma morguns á fimmtudag. Hér að neðan má sjá rástíma allra keppenda í mótinu á fimmtudag.



Rástímar fyrsta hrings að staðartíma á Augusta National:


07:40 Arnold Palmer, Gary Player, Jack Nicklaus (slá upphafshögg mótsins)

07:45 Stewart Cink, Tim Clark

07:56 Ian Woosnam, John Huh, Kevin Stadler

08:07 Ben Crenshaw, Y.E. Yang, Jonas Blixt

08:18 Mark O'Meara, Steven Bowditch, Jordan Niebrugge *

08:29 John Senden, Boo Weekley, David Lynn

08:40 Craig Stadler, Scott Stallings, Martin Kaymer

08:51 Tom Watson, Billy Horschel, Brendon de Jonge

09:02 Mike Weir, Matt Every, Roberto Castro

09:13 Angel Cabrera, Gary Woodland, Ian Poulter

09:24 Fred Couples, Webb Simpson, Chang-woo Lee *

09:35 Graeme McDowell, Rickie Fowler, Jimmy Walker

09:57 Zach Johnson, K.J. Choi, Steve Stricker

10:08 Miguel Angel Jimenez, Bill Haas, Matteo Manassero

10:19 Hideki Matsuyama, Brandt Snedeker, Jamie Donaldson

10:30 Charl Schwartzel, Jim Furyk, Thorbjorn Olesen

10:41 Adam Scott, Jason Dufner, Matthew Fitzpatrick *

10:52 Jordan Spieth, Patrick Reed, Rory McIlroy

11:03 Kevin Streelman, D.A. Points

11:14 Larry Mize, Branden Grace, Michael McCoy *

11:25 Sandy Lyle, Matt Jones, Ken Duke

11:36 Jose Maria Olazabal, Lucas Glover, Garrick Porteous *

11:47 Nick Watney, Stephen Gallacher, Darren Clarke

12:09 Vijay Singh, Thomas Bjorn, Ryan Moore

12:20 Matt Kuchar, Louis Oosthuizen, Thongchai Jaidee

12:31 Trevor Immelman, Graham DeLaet, Oliver Goss *

12:42 Gonzalo Fernandez-Castano, Derek Ernst, Sang-moon Bae

12:53 Bernhard Langer, Francesco Molinari, Chris Kirk

13:04 Jason Day, Dustin Johnson, Henrik Stenson

13:15 Bubba Watson, Luke Donald, Sergio Garcia

13:26 Joost Luiten, Marc Leishman, Hunter Mahan

13:37 Keegan Bradley, Victor Dubuisson, Peter Hanson

13:48 Phil Mickelson, Ernie Els, Justin Rose

13:59 Harris English, Lee Westwood, Russell Henley

*Áhugamenn


Tengdar fréttir

Westwood eygir græna jakkann

Fyrsta stórmót ársins í golfheiminum hefst á fimmtudaginn. Barist verður um græna jakkann á Masters mótinu á Augusta. Bretinn Lee Westwood dreymir um að verða fyrsti Evrópubúinn til að vinna mótið í 15 ár.

Aldrei fleiri nýliðar á Masters

Það verða alls 24 nýliðar sem leika á Masters mótinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðin eru 35 ár frá því að nýliði stóð uppi sem sigurvegari í mótinu.

Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri

Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×