Golf

McIlroy: Lærði mikið af klúðrinu 2011

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Norður-Írinn Rory McIlroy er talinn sigurstranglegastur á Masters-mótinu í golfi sem hefst á morgun en það er jafnframt fyrsta risamót ársins. Kylfingarnir taka reyndar forskot á sæluna í dag með hinni léttu og skemmtilegu par 3-keppni.

McIlroy hefur aldrei unnið Masters-mótið en hann var með fjögurra högga forystu fyrir lokadaginn á Augusta-vellinum 2011. Spilamennska hans hrundi á lokadegi og á hann því enn eftir að klæðast græna jakkanum.

„Ég hugsa ekki illa til mótsins 2011. Það var mikilvægur dagur á mínum ferli þar sem ég lærði mikið,“ segir McIlroy en hann vann opna bandaríska mótið tveimur mánuðum síðar og PGA-meistaramótið 2012.

„Ég veit ekki hvort ég væri sá maður sem ég er í dag ef ekki væri fyrir þennan dag. Ég lærði hvað maður gerir ekki undir pressu og einnig hvernig maður þarf að halda tilfinningunum í skefjum til að láta þær ekki hafa áhrif á spilamennskuna,“ segir Rory McIlroy.


Tengdar fréttir

Aldrei fleiri nýliðar á Masters

Það verða alls 24 nýliðar sem leika á Masters mótinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðin eru 35 ár frá því að nýliði stóð uppi sem sigurvegari í mótinu.

Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri

Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring.

McIlroy og Spieth leika saman

Búið er að tilkynna rástíma fyrir fyrstu tvo keppnisdagana á Masters mótinu sem hefst á fimmtudag á Augusta National vellinum.

Adam Scott ætlar ekki úr græna jakkanum

Ástralinn vonast til að verða fjórði maðurinn í sögunni sem vinnur Masters-mótið tvö ár í röð en það hafa aðeins þrír af bestu kylfingum sögunnar afrekað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×