GM stöðvar sölu á Chevrolet Cruze Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2014 10:45 Chevrolet Cruze Vandræði General Motors vegna innkallana bíla þeirra ætlar engan enda að taka. Fyrir nýliðna helgi gaf GM út þá tilskipun að allir söluaðilar Chevrolet Cruze ættu að hætta sölu á Cvevrolet Cruze bílum af árgerð 2013 og 2014 með 1,4 lítra forþjöppudrifnum vélum. Ástæða þess, er líkt og með aðrar gerðir GM bíla, vegna galla í ræsibúnaði þeirra sem drepið getur fyrirvaralaust á bílunum. Nú hefur GM alls innkallað 1,6 milljón bíla vegna þessa galla sem virðist hafa verið í bílum þeirra allt frá árinu 2001. General Motors hefur sætt ámæli um að hafa falið þennan galla fyrir eigendum þessara bíla, sem valdið hefur fjölmörgum dauðaslysum. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Vandræði General Motors vegna innkallana bíla þeirra ætlar engan enda að taka. Fyrir nýliðna helgi gaf GM út þá tilskipun að allir söluaðilar Chevrolet Cruze ættu að hætta sölu á Cvevrolet Cruze bílum af árgerð 2013 og 2014 með 1,4 lítra forþjöppudrifnum vélum. Ástæða þess, er líkt og með aðrar gerðir GM bíla, vegna galla í ræsibúnaði þeirra sem drepið getur fyrirvaralaust á bílunum. Nú hefur GM alls innkallað 1,6 milljón bíla vegna þessa galla sem virðist hafa verið í bílum þeirra allt frá árinu 2001. General Motors hefur sætt ámæli um að hafa falið þennan galla fyrir eigendum þessara bíla, sem valdið hefur fjölmörgum dauðaslysum.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent