Íslenski boltinn

Keflavík vann Suðurnesjaslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Keflavík hafði betur gegn Grindavík, 2-0, í Lengjubikar karla í kvöld. Þá vann Valur sigur á KV, 5-2.

Endre Ove Brenne og Elías Már Ómarsson skoruðu mörk Keflvíkinga í kvöld en Andri Ólafsson, sem samdi við Grindavík í gær, var ekki með í leiknum enda nýkominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli.

Keflavík er komið með tíu stig í 1. riðli og er við hlið Breiðabliks á toppi riðilsins. Blikar eiga þó tvo leiki til góða. Grindavík er í þriðja sæti með níu stig.

Kristinn Ingi Halldórsson skoraði tvívegis fyrir Val í sigrinum á KV. Kolbeinn Kárason,Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu hin mörkin.

Brynjar Orri Bjarnason skoraði mark KV en ekki er vitað um hinn markaskorara liðsins á þessari stundu.

Valur er komið með níu stig í 3. riðli og er einu stigi á eftir toppliði Víkings sem á leik til góða. KV er í sjötta sætinu með fjögur stig.

Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×