Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 09:45 Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent