Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2014 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“ ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“
ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46