„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. mars 2014 14:44 Gunnar Bragi á fundinum í Hörpu í dag. Vísir/KJ „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki, með sömu viðmið og gildi og Evrópubúar,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins sem nú fer fram í Hörpu. Í ræðu sinni á fundinum rakti Gunnar Bragi ástæður þess að ríkisstjórnin lagði til að aðildarumsókn Íslands í ESB yrði dregin til baka. Hann sagði að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hafi sannað að hagsmunum Íslands væri betur borgið fyrir utan Evrópusambandið. Gunnar Bragi kvartaði einnig undan pressu sem Evrópusambandið legði á ríki sem sækja um aðild. Hann sagði einnig að það ætti ekki að koma neinum á óvart að umsóknin yrði dregin til baka. Hann minnti á að í aðdraganda kosninganna í vor og í sumar hafi meðlimir ríkisstjórnarinnar talað um að Ísland ætti ekki að ganga í Evrópusambandið. Gunnar Bragi beindi orðum sínum einnig að Bretum og Hollendingum. „Það er greinilegt að ákveðin ríki notuðu aðildarumsókn Íslendinga sér í hag í tvíhliða deilum, eins og í Icesave-málinu.“ Utanríkisráðherra sagði að EES-samningurinn hafi reynst Íslendingum afar vel. „Hann á sér 20 ára farsæla sögu,“ sagði Gunnar Bragi og bætti við að hann yrði grunnurinn að samskiptum Íslendinga og Evrópusambandsins. ESB-málið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki, með sömu viðmið og gildi og Evrópubúar,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins sem nú fer fram í Hörpu. Í ræðu sinni á fundinum rakti Gunnar Bragi ástæður þess að ríkisstjórnin lagði til að aðildarumsókn Íslands í ESB yrði dregin til baka. Hann sagði að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hafi sannað að hagsmunum Íslands væri betur borgið fyrir utan Evrópusambandið. Gunnar Bragi kvartaði einnig undan pressu sem Evrópusambandið legði á ríki sem sækja um aðild. Hann sagði einnig að það ætti ekki að koma neinum á óvart að umsóknin yrði dregin til baka. Hann minnti á að í aðdraganda kosninganna í vor og í sumar hafi meðlimir ríkisstjórnarinnar talað um að Ísland ætti ekki að ganga í Evrópusambandið. Gunnar Bragi beindi orðum sínum einnig að Bretum og Hollendingum. „Það er greinilegt að ákveðin ríki notuðu aðildarumsókn Íslendinga sér í hag í tvíhliða deilum, eins og í Icesave-málinu.“ Utanríkisráðherra sagði að EES-samningurinn hafi reynst Íslendingum afar vel. „Hann á sér 20 ára farsæla sögu,“ sagði Gunnar Bragi og bætti við að hann yrði grunnurinn að samskiptum Íslendinga og Evrópusambandsins.
ESB-málið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira