Hjóla hringinn fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2014 15:05 Yngvi Ólafsson, Lilja Stefánsdóttir, Páll Matthíasson, María Guðmundsdóttir, Skúli Mogensen, Helga Kristín Einarsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Magnús Ragnarsson og Vigdís Hallgrímsdóttir. Mynd/Aðsend Allur ágóði WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar mun fara til styrktar tækjakaupa fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Markmiðið er að safna 10ö milljónum, því mikill skortur hefur verið á tækjum og þörf er á endurnýjun þeirra. „Þessi deild hefur ekki fengið gjafir né styrkveitingar í langan tíma og ríkir því mikil gleði á meðal starfsmanna bæklunarskurðdeildar,“ segir í tilkynningu. „Færanleg skyggnutæki eru nauðsynleg vinnutól í ýmsum sérgreinum,“ segir Björn Pétur Sigurðsson, sérfræðilæknir í bæklunaraðgerðum á höndum. Um er að ræða flókna hátæknivöru, en þróunin á henni hefur verið hröð undanfarin ár og sérhæfing hefur aukist. Sjúkrahúsið fékk nýlega tæki til stórra aðgerða en vatnar tilfinnanlega tæki til að tryggja bestu niðurstöðuna hjá þeim sem brotna á höndum eða fótum. „Slíkt tæki yrði sterkur burðarás fyrir sjúkrahúsið og myndi tvímælalaust stuðla að því, að áfram verði hægt að veita slösuðum meðferð í fremstu röð,“ segir Björn. Hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. – 27. júní. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 klukkustundum. Samkvæmt tilkynningu er áætlað að um 400 manns muni taka þátt. Aðstandendur WOW Cyclothon vonast því eftir að sem flest lið skrái sig í keppnina og að allir landsmenn láti þetta málefni sig varða og taki þátt í áheitasöfnunni á vefsíðu keppninnar, www.wowcyclothon.is. Þar er einnig hægt að sjá frekari upplýsingar um keppnina. Í ár verður sú nýjung á að einn flokkur verður einstaklingsflokkur þar sem einn hjólreiðamaður hjólar alla 1.332 kílómetrana einn síns liðs og hefur til þess 84 klukkustundir. Wow Cyclothon Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Allur ágóði WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar mun fara til styrktar tækjakaupa fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Markmiðið er að safna 10ö milljónum, því mikill skortur hefur verið á tækjum og þörf er á endurnýjun þeirra. „Þessi deild hefur ekki fengið gjafir né styrkveitingar í langan tíma og ríkir því mikil gleði á meðal starfsmanna bæklunarskurðdeildar,“ segir í tilkynningu. „Færanleg skyggnutæki eru nauðsynleg vinnutól í ýmsum sérgreinum,“ segir Björn Pétur Sigurðsson, sérfræðilæknir í bæklunaraðgerðum á höndum. Um er að ræða flókna hátæknivöru, en þróunin á henni hefur verið hröð undanfarin ár og sérhæfing hefur aukist. Sjúkrahúsið fékk nýlega tæki til stórra aðgerða en vatnar tilfinnanlega tæki til að tryggja bestu niðurstöðuna hjá þeim sem brotna á höndum eða fótum. „Slíkt tæki yrði sterkur burðarás fyrir sjúkrahúsið og myndi tvímælalaust stuðla að því, að áfram verði hægt að veita slösuðum meðferð í fremstu röð,“ segir Björn. Hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. – 27. júní. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 klukkustundum. Samkvæmt tilkynningu er áætlað að um 400 manns muni taka þátt. Aðstandendur WOW Cyclothon vonast því eftir að sem flest lið skrái sig í keppnina og að allir landsmenn láti þetta málefni sig varða og taki þátt í áheitasöfnunni á vefsíðu keppninnar, www.wowcyclothon.is. Þar er einnig hægt að sjá frekari upplýsingar um keppnina. Í ár verður sú nýjung á að einn flokkur verður einstaklingsflokkur þar sem einn hjólreiðamaður hjólar alla 1.332 kílómetrana einn síns liðs og hefur til þess 84 klukkustundir.
Wow Cyclothon Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira