HK getur fallið úr Olís-deildinni í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 11:30 Atli Karl Bachman og félagar geta fallið í kvöld. Vísir/Stefán Heil umferð fer fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Botnlið HK getur endanlega fallið úr deildinni tapi það í kvöld. HK-ingar eru aðeins með þrjú stig á botni deildarinnar eftir 16 umferðir en liðið er níu stigum á eftir Akureyri þegar tíu stig eru eftir í pottinum. HK þarf að vinna topplið Hauka í Digranesi til að halda í vonina aðeins lengur en takist það ekki fellur HK þar sem aðeins átta stig verða eftir í pottinum. Sigur gæti ekki einu sinni dugað HK-ingum ef Akureyri vinnur Fram í Safamýri en þar hefst fyrsti leikur kvöldsins klukkan 18.00. Íslandsmeistarar Fram eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en það rígheldur í fjórða sætið. Liðið er með 16 stig rétt eins og ÍR en með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Akureyri er í sjöunda sæti með tólf stig, þremur stigum á eftir FH sem mætir ÍBV í Kaplakrika í kvöld. FH hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum og gæti verið komið í alvarlega fallbaráttu tapi það í kvöld og Akureyri vinni sinn leik. Stórleikur kvöldsins er í Austurbergi þar sem ÍR tekur á móti Val. ÍR-ingar berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru nokkuð öruggir í þriðja sæti sem stendur. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi.Leikir kvöldsins: 18.00 Fram - Akureyri, Safamýri 19.30 ÍR - Valur, Austurbergi 19.30 FH - ÍBV, Kaplakrika 19.30 Haukar - HK, DigranesiStaðan í deildinni: 1. Haukar 25 2. ÍBV 22 3. Valur 19 4. Fram 16 5. ÍR 16 6. FH 15 7. Akureyri 12 8. HK 3 Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Heil umferð fer fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Botnlið HK getur endanlega fallið úr deildinni tapi það í kvöld. HK-ingar eru aðeins með þrjú stig á botni deildarinnar eftir 16 umferðir en liðið er níu stigum á eftir Akureyri þegar tíu stig eru eftir í pottinum. HK þarf að vinna topplið Hauka í Digranesi til að halda í vonina aðeins lengur en takist það ekki fellur HK þar sem aðeins átta stig verða eftir í pottinum. Sigur gæti ekki einu sinni dugað HK-ingum ef Akureyri vinnur Fram í Safamýri en þar hefst fyrsti leikur kvöldsins klukkan 18.00. Íslandsmeistarar Fram eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en það rígheldur í fjórða sætið. Liðið er með 16 stig rétt eins og ÍR en með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Akureyri er í sjöunda sæti með tólf stig, þremur stigum á eftir FH sem mætir ÍBV í Kaplakrika í kvöld. FH hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum og gæti verið komið í alvarlega fallbaráttu tapi það í kvöld og Akureyri vinni sinn leik. Stórleikur kvöldsins er í Austurbergi þar sem ÍR tekur á móti Val. ÍR-ingar berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru nokkuð öruggir í þriðja sæti sem stendur. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi.Leikir kvöldsins: 18.00 Fram - Akureyri, Safamýri 19.30 ÍR - Valur, Austurbergi 19.30 FH - ÍBV, Kaplakrika 19.30 Haukar - HK, DigranesiStaðan í deildinni: 1. Haukar 25 2. ÍBV 22 3. Valur 19 4. Fram 16 5. ÍR 16 6. FH 15 7. Akureyri 12 8. HK 3
Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira