„Enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 11:08 Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar. ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar.
ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15
„Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44
Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17
Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27
Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu