"Ekki fer þjóðin að segja af sér“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. mars 2014 18:30 Þúsundir manna hafa sótt mótmælafundi á Austurvelli síðan ríkisstjórnartillagan var kynnt. Vísir/Pjetur Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag. ESB-málið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag.
ESB-málið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira