Toyota lokar 2 verksmiðjum í Indlandi vegna launadeilna Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 13:00 Toyota verksmiðja í Indlandi. Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent