Körfubolti

Sigurganga drekanna stöðvuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson skoraði sextán stig í kvöld.
Jakob Örn Sigurðarson skoraði sextán stig í kvöld. Vísir/Valli
Sundsvall Dragons tapaði fyrir Uppsala á útivelli, 72-65, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Drekarnir hefðu unnið sex leiki í röð fyrir kvöldið en með sigri gegn Uppsala hefði Sundsvall tryggt sér fjórða sætið í deildinni.

Uppsala er í fimmta sætinu, tveimur stigum á eftir Sundsvall, þegar aðeins lokaumferð deildarkeppninnar er eftir. Uppsala er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna og gæti því náð fjórða sætinu í lokaumferðinni.

Jakob Sigurðarson var annar stigahæstu leikmanna Sundsvall með sextán stig en hann tók þar að auki fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hlynur Bæringsson var með flotta tvennu - ellefu stig og ellefu fráköst - og Ægir Þór Steinarsson skoraði fjögur stig, gaf fimm stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Sundsvall mætir Norrköping Dolphins í lokaumferðinni en Uppsala leikur þá gegn toppliði Södertälje.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×