Mega konur hafa fantasíur? Katrín og Anna Tara skrifar 19. mars 2014 12:16 Við tókum viðtal við Hildi Sverrisdóttur, ritstýru bókarinnar Fantasíur, í útvarpsþættinum Kynlegir Kvistir síðastliðið miðvikudagskvöld. Bókin kom út árið 2012 og er samansafn 51 fantasía en yfir 200 konur sendu inn efni. Hún hlaut nokkuð harða gagnrýni og þá sérstaklega fyrir svokallaðar nauðgunarfantasíur. Í kjölfarið var Hildur meðal annars ásökuð um að hafa upplogið þeim sjálf eða jafnvel karlar taldir hafa skrifað fantasíurnar. Það þótti sem sagt fullkomlega ótrúverðugt að konur hefðu þess lags kynóra. Talið var að nauðgunarfantasíur gætu hvatt til nauðgana. Ef svo er þá er brýn þörf á opinni umræðu sem leiðréttir þann misskilning. Þá er mikilvægt að fullyrða að enginn vilji láta nauðga sér og að nauðgun og fantasíuheimar séu tveir ólíkir hlutir. Skoðum merkingu orðanna betur. Nauðgun merkir að viðkomandi sé neyddur til kynlífsathafna. Það er, gegn vilja þolandans og hann ekki við stjórn. Fantasía ber með sér að viðkomandi er við fulla stjórn. Engin þvingun á sér stað eða brot þar sem dreymandinn er ávallt við stjórnvöllinn. Því er ekki hægt að segja að um ,,nauðgunar” fantasíu sé að ræða. Augljóst er að það er fjarstæða að ætla að sameina þessi tvö orð í eitt hugtak þar sem í merkingu orðanna felst þversögn. Þar sem í orðinu felst þversögn, enginn vill láta naugða sér, er hætt við að fólk vilji ekki gangast við því að hafa nauðgunarfantasíur. Þannig hefur orðið í för með sér skömm og leiðir til þess að slíkar fantasíur verði síður ræddar opinskátt. Mikilvægt er að færa ekki hluta ábyrgðarinnar yfir á konur með því að halda því fram að tali þær opinskátt um fantasíur sínar séu þær að hvetja nauðgana - líkt og að halda því fram að konur í stuttum pilsum séu að biðja um að láta nauðga sér. Til að forðast þetta er mikilvægt að hafa opnar umræður án þess að því fylgi skömm. Mikilvægt gæti verið að taka upp nýtt orð yfir þetta hugtak. Til að mynda orðið valdataflsfantasía? Minni skömm, meiri umræða. Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Hildi Sverrisdóttur. Facebook síða Kynlegra Kvista hér. Strákar, við viljum endilega heyra hverjar fantasíur ykkar eru. Sendið okkur Facebook skilaboð eða tölvupóst á kynlegirkvistir@x977.is. Við viljum heyra frá ykkur! Heimildir: https://www.frettatiminn.is/menning/ritdomurtittlinganamur/https://www.dv.is/menning/2012/9/3/nei-thydir-ekki-nei/https://is.glosbe.com/is/en/nau%C3%B0gunhttps://dictionary.reference.com/browse/fantasyhttps://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25447 Harmageddon Mest lesið Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Útgáfutónleikar Reykjavík! Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon
Við tókum viðtal við Hildi Sverrisdóttur, ritstýru bókarinnar Fantasíur, í útvarpsþættinum Kynlegir Kvistir síðastliðið miðvikudagskvöld. Bókin kom út árið 2012 og er samansafn 51 fantasía en yfir 200 konur sendu inn efni. Hún hlaut nokkuð harða gagnrýni og þá sérstaklega fyrir svokallaðar nauðgunarfantasíur. Í kjölfarið var Hildur meðal annars ásökuð um að hafa upplogið þeim sjálf eða jafnvel karlar taldir hafa skrifað fantasíurnar. Það þótti sem sagt fullkomlega ótrúverðugt að konur hefðu þess lags kynóra. Talið var að nauðgunarfantasíur gætu hvatt til nauðgana. Ef svo er þá er brýn þörf á opinni umræðu sem leiðréttir þann misskilning. Þá er mikilvægt að fullyrða að enginn vilji láta nauðga sér og að nauðgun og fantasíuheimar séu tveir ólíkir hlutir. Skoðum merkingu orðanna betur. Nauðgun merkir að viðkomandi sé neyddur til kynlífsathafna. Það er, gegn vilja þolandans og hann ekki við stjórn. Fantasía ber með sér að viðkomandi er við fulla stjórn. Engin þvingun á sér stað eða brot þar sem dreymandinn er ávallt við stjórnvöllinn. Því er ekki hægt að segja að um ,,nauðgunar” fantasíu sé að ræða. Augljóst er að það er fjarstæða að ætla að sameina þessi tvö orð í eitt hugtak þar sem í merkingu orðanna felst þversögn. Þar sem í orðinu felst þversögn, enginn vill láta naugða sér, er hætt við að fólk vilji ekki gangast við því að hafa nauðgunarfantasíur. Þannig hefur orðið í för með sér skömm og leiðir til þess að slíkar fantasíur verði síður ræddar opinskátt. Mikilvægt er að færa ekki hluta ábyrgðarinnar yfir á konur með því að halda því fram að tali þær opinskátt um fantasíur sínar séu þær að hvetja nauðgana - líkt og að halda því fram að konur í stuttum pilsum séu að biðja um að láta nauðga sér. Til að forðast þetta er mikilvægt að hafa opnar umræður án þess að því fylgi skömm. Mikilvægt gæti verið að taka upp nýtt orð yfir þetta hugtak. Til að mynda orðið valdataflsfantasía? Minni skömm, meiri umræða. Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Hildi Sverrisdóttur. Facebook síða Kynlegra Kvista hér. Strákar, við viljum endilega heyra hverjar fantasíur ykkar eru. Sendið okkur Facebook skilaboð eða tölvupóst á kynlegirkvistir@x977.is. Við viljum heyra frá ykkur! Heimildir: https://www.frettatiminn.is/menning/ritdomurtittlinganamur/https://www.dv.is/menning/2012/9/3/nei-thydir-ekki-nei/https://is.glosbe.com/is/en/nau%C3%B0gunhttps://dictionary.reference.com/browse/fantasyhttps://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25447
Harmageddon Mest lesið Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Útgáfutónleikar Reykjavík! Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon